Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 36
36 TMM 2017 · 2 Þórarinn Eldjárn MUSA Við fögnum útkomu bókar. Bækur hafa lengi verið til staðar í verkum Sig- urðar Guðmundssonar, myndlistarmannsins sem er ekki rithöfundur, rit- höfundarins sem er ekki myndlistarmaður. Bókverk og textar hafa orðið til sem myndverk en bækur hafa líka gjarnan komið við sögu eða öllu heldur mynd í ljósmyndaverkunum og gegna þar ef maður vill ýmsum táknrænum hlutverkum. Í Framlengingu / Extension frá 1974 er eins og bækurnar spretti út úr enni listamannsins alskapaðar. Það lofar góðu en jafnframt rekast þær og hann á vegg. Reyndar sama vegg og veitir þeim stuðning. Útlitið virðist skárra í Þríhyrningi / Triangle frá 1980: Bækur styðja lista- manninn í bak og fyrir en höfuðið stendur upp úr frjálst og horfir staðfast- lega í sömu átt og nefið veit. Ekki er þó allt sem sýnist. Kannski er þetta ekki þríhyrningur heldur píramídi, veglegt grafhýsi sem þrengir að og heftir. Sú sýn styrkist þá trúlega við þriðju myndina Fjall / Mountain 1980-82 (greinilega er tímafrekt að búa til fjall). Sú mynd gæti eins heitið Haugur eða Kuml. Listamaðurinn hefur verið heygður, hann liggur láréttur á mjúkum moldarbeði sem hvílir á styrkri undirstöðu úr tilhöggnu grjóti. Þetta er eiginlega þjóðlegur íslenskur píramídi þó ávalur sé að ofan. Hugsanlega stafar þetta af því að allt snýr öfugt, píramídinn er á hvolfi, grjótið neðst en haugféð ofan á og utan á. Það myndar reyndar sjálfan hauginn sem orpinn hefur verið yfir manninn og samanstendur af skóm til fóta – afar rökrétt – brauðhleifum um miðbikið en loks bókum sem þekja toppstykkið, bringu, háls og andlit. Það má lesa úr þessu á margan hátt: Látum skóna tákna veg- ferðina, brauðið brauðstritið – þetta hlýtur að vera lifibrauð – og bækurnar andann. Eins má leiða hugann að búddískum útfararsiðum: Farartæki og nesti, jafnt til búks sem sálar. Einbeitum okkur að bókunum, enda er verið að gefa út bók: Ef listamaðurinn hefur hér verið kviksettur, viss þensla í brjóst- kassanum gæti gefið það í skyn, já ef svo er þá eru það einmitt bækurnar sem eiga eftir að ganga frá honum, kæfa hann. Má vera. Má ekki vera. Hvað sem þessu líður: Verk Sigurðar eru ef til vill fyrst og fremst ein allsherjar hugleiðing um sköpunina og sköpunarþörfina. Sem hann kallar reyndar sköpunargræðgi. Hann orðar það þannig í Musu: „Fyrir mér snýst lífið eingöngu um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.