Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 87
M a ð u r á s t r ö n d o g l e i t i n a ð j a f n væ g i TMM 2017 · 2 87 öðruvísi. Í sögulok vitum við enn ekki hvað Moussa var að gera á ströndinni en það er allt í lagi því eins og Haroun segir þá var þetta það besta sem hann hafði að bjóða. Alice Kaplan endar leit sína að Útlendingnum á sömu slóðum, en í stað þess að nýta sér frelsi skáldsögunnar eins og Daoud gerir rifjar hún upp vel þekkta frásögn úr ævisögum þeirra Todds og Lottmans af atviki sem henti kunn ingja Camus í Oran, bræðurna Raoul og Edgar Bensoussan, sumarið 1939. Sagan segir að þeir hafi hitt tvo Araba á strönd sem einungis var ætluð Evrópubúum. Annar Arabinn horfði aðeins of lengi á vinkonu Raouls og mennirnir tveir fóru að stympast. Í átökunum dró Arabinn upp hníf og stakk Raoul sem lét binda um sárin áður en hann fór aftur á ströndina í hefndar- hug. Hann var þá með byssu í vasanum en notaði hana ekki og kærði heldur ekki Arabann þegar lögreglan skarst í leikinn. Eins og Kaplan bendir á voru Bensoussan-bræðurnir franskir borgarar þótt þeir væru Gyðingar og töluðu arabísku. Því sé sennilegt að orð hafi fallið í deilum þeirra við Arabana tvo, ólíkt því sem gerist í sögu Camus, en þrátt fyrir það er Arabinn með hnífinn ekki nafngreindur í þessari frásögn.34 Það er ekki fyrr en Kaplan fer sjálf til Oran og flettir blaðinu L’Écho d’Oran frá 31. júlí 1939 að hún rekst á stutta frétt. Þar kemur í ljós að Arabinn, sem var reyndar líka grunaður um ölvun, hét Kaddour Betouil og var 19 ára þegar honum lenti saman við Bensoussan- bræðurna.35 Erjur af þessu tagi voru það algengar að dagblaðið var með sérstakan dálk á baksíðunni sem hét „Árásir“. Kaplan tókst að hafa upp á öldruðum systkinum Kaddours, sem féll frá árið 2002. Þau gátu sagt henni eitt og annað um bróðurinn látna, t.d. að hann hefði verið glæsilegur ungur maður, talað fjögur tungumál, en komist í kast við lögin og verið dæmdur til margra ára fangavistar fyrir nauðgun sem þau efuðu að hann væri sekur um; í fangelsinu fékk hann berkla en leitaði sér lækninga í Frakklandi þegar hann varð frjáls ferða sinna og giftist þar franskri hjúkrunarkonu sem flutti með honum til Alsír þar sem hann opnaði loks bar. Þau mundu hins vegar ekkert eftir ryskingunum við bræðurna tvo. Hér hefur aðeins verið staldrað við örfá verk af fjölmörgum sem fjalla um Albert Camus og Útlendinginn. Það er forvitnilegt að fylgja Kamel Daoud og Alice Kaplan alla leið niður á strönd og yfir á það svæði þar sem þögnin ríkir í verki Camus. En hvað segir þetta okkur? Ekki neitt, segði Meursault. Allt sem skiptir máli, gæti dottið upp úr öðrum. Kannski ekki annað en það að hvers- dagslegur atburður varð efniviður frægrar skáldsögu? Hér höfum við nöfn og sögur þótt hvorki nöfnin né sögurnar eigi við Arabann í Útlendingnum. Hann heldur áfram að horfa til okkar úr forsælunni í brennandi sólskininu; uppsprettan er á sínum stað og jafnvægið hverfult.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.