Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 131
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2017 · 2 131
Glæpasaga og Vísindaskáldsaga. Ástar-
sagan birtist í sambandi Marie-Sophie
og Leós sem skapa saman leirbarnið –
án holdlegra kynna. Glæpasagan tengist
fyrst og fremst morðinu á Ásgeiri, móð-
urbróður Jósefs en vísindaskáldsagan er
í raun yfir og allt um kring, einkum þó í
umfjölluninni um erfðatækni og geisla-
virkni í Ég er sofandi hurð, og loks í eft-
irmála verksins þar sem lýst er tilurð
gervigreindarinnar sem að lokum eyðir
mannkyninu.
Þannig eru vangavelturnar um
mennsku og sköpun sem birst höfðu á
ýmsan hátt í fyrri verkum enn til staðar
í Sofandi hurð. Í Augu þín sáu mig var
textinn hlaðinn sögum af tilbúnum
verum og gervimennsku ýmiskonar, allt
frá piparkökukörlum til tilbera, en í
Með titrandi tár er sjónum beint að til-
urð íslendinga með sérstakri áherslu á
varúlfa. Í Ég er sofandi hurð er sviðið
svo víkkað út og nær til mannkynsins
sjálfs og sköpunarverka þess sem að
lokum taka heiminn yfir, gervigreindin
hafnar alfarið mennskunni og endur-
skapar jörðina sem veröld nýja og góða.
Codex 1962 er bæði upphaf og endir,
vísað er til sköpunar mannkyns á ýmsan
hátt og loks eyðist það í eftirmála. Þessi
hrynjandi fellur inn í dauðadansinn sem
myndar áhrifamikið stef í Sofandi hurð.
Eftir því sem á líður verður nærvera
hans ágengari, þar til sögumaðurinn
bætist í hóp hinna dauðu og ákallar höf-
undinn, Sjón.
III
Nærvera höfundarins er eitt af einkenn-
um verka Sjóns. Í ljóðabókinni ég man
ekki eitthvað um skýin (1991) kemur
skáldið fram á fremstu síðu:
(ég vil að þið sjáið mig fyrir ykkur:
dökkt hár og fölt andlit. lítil augu
bak við sólgleraugu og rauðar varir
luktar um suðuramerískan vindil.)
Fremst í bókinni og á bakkápunni er svo
að finna svarthvíta teikningu sem sam-
svarar lýsingunni. Birgitta, eitt af
hliðar sjálfum Sjóns (sbr. Sigurjón Birgir)
kemur fyrir sem persóna í ljóðabókun-
um Birgitta (hleruð samtöl) (1979) og
Reiðhjóli blinda mannsins (1982). Í
ljóðabókinni Leikfangakastalar sagði
hún það er ekkert til sem heitir leik-
fangakastalar (1986) er mynd af höf-
undi, tíu ára gömlum, á forsíðu og bak-
síðu – og á hverri síðu bókarinnar. Í
Stálnótt (1987) er Johnny Triumph (Jón
Sigur, Sigur-jón) örlagavaldur atburða-
rásarinnar og í Engill, pípuhattur og
jarðarber (1989) minnir lýsingin á
skugga aðalsöguhetjunnar mjög á sjálfs-
mynd Sjóns úr Skýjunum. Í Rökkur-
býsnum (2008) birtist höfundurinn enn
á ný, en þar er nærvera hans ekki eins
áberandi, þó inngrip hans í atburðarás-
ina og hugarheim söguhetjunnar sé
dramatískt. Höfundurinn stígur fram á
mjög óvæntan hátt í blálokin á Mána-
steini (2013) og tengir söguna af drengn-
um sem var ekki til beint við sína eigin
fjölskyldusögu.
Í Augu þín sáu mig og Með titrandi
tár er nærvera höfundar ekki eins sýni-
leg, en hinsvegar er lögð áhersla á
nálægð sögumanns, sem jafnframt er að
lýsa eigin tilurð. Lesanda grunar að
sögumaður sé í raun höfundurinn Sjón,
því þeir vakna til lífsins á sama degi, 27.
ágúst 1962. Í ljós kemur þó að Jósef
Löwe er ekki Sjón, en þeir eru skóla-
bræður í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti og hittast einu sinni: „Einn morg-
uninn […] ávarpaði ég ungskáldið þar
sem það sneri baki í mig og drakk kaffi
úr plastmáli“. Þá kallaði skáldið sig enn
S.jón með punkti milli essins og jónsins,
en „[þ]etta var veturinn nítjánhundruð-
ogáttatíu til nítjánhundruðáttatíuogeitt“
og skáldanafnið enn í mótun. Jósef veit
að það fer „í taugarnar á honum“ að vera