Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 131
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 131 Glæpasaga og Vísindaskáldsaga. Ástar- sagan birtist í sambandi Marie-Sophie og Leós sem skapa saman leirbarnið – án holdlegra kynna. Glæpasagan tengist fyrst og fremst morðinu á Ásgeiri, móð- urbróður Jósefs en vísindaskáldsagan er í raun yfir og allt um kring, einkum þó í umfjölluninni um erfðatækni og geisla- virkni í Ég er sofandi hurð, og loks í eft- irmála verksins þar sem lýst er tilurð gervigreindarinnar sem að lokum eyðir mannkyninu. Þannig eru vangavelturnar um mennsku og sköpun sem birst höfðu á ýmsan hátt í fyrri verkum enn til staðar í Sofandi hurð. Í Augu þín sáu mig var textinn hlaðinn sögum af tilbúnum verum og gervimennsku ýmiskonar, allt frá piparkökukörlum til tilbera, en í Með titrandi tár er sjónum beint að til- urð íslendinga með sérstakri áherslu á varúlfa. Í Ég er sofandi hurð er sviðið svo víkkað út og nær til mannkynsins sjálfs og sköpunarverka þess sem að lokum taka heiminn yfir, gervigreindin hafnar alfarið mennskunni og endur- skapar jörðina sem veröld nýja og góða. Codex 1962 er bæði upphaf og endir, vísað er til sköpunar mannkyns á ýmsan hátt og loks eyðist það í eftirmála. Þessi hrynjandi fellur inn í dauðadansinn sem myndar áhrifamikið stef í Sofandi hurð. Eftir því sem á líður verður nærvera hans ágengari, þar til sögumaðurinn bætist í hóp hinna dauðu og ákallar höf- undinn, Sjón. III Nærvera höfundarins er eitt af einkenn- um verka Sjóns. Í ljóðabókinni ég man ekki eitthvað um skýin (1991) kemur skáldið fram á fremstu síðu: (ég vil að þið sjáið mig fyrir ykkur: dökkt hár og fölt andlit. lítil augu bak við sólgleraugu og rauðar varir luktar um suðuramerískan vindil.) Fremst í bókinni og á bakkápunni er svo að finna svarthvíta teikningu sem sam- svarar lýsingunni. Birgitta, eitt af hliðar sjálfum Sjóns (sbr. Sigurjón Birgir) kemur fyrir sem persóna í ljóðabókun- um Birgitta (hleruð samtöl) (1979) og Reiðhjóli blinda mannsins (1982). Í ljóðabókinni Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leik- fangakastalar (1986) er mynd af höf- undi, tíu ára gömlum, á forsíðu og bak- síðu – og á hverri síðu bókarinnar. Í Stálnótt (1987) er Johnny Triumph (Jón Sigur, Sigur-jón) örlagavaldur atburða- rásarinnar og í Engill, pípuhattur og jarðarber (1989) minnir lýsingin á skugga aðalsöguhetjunnar mjög á sjálfs- mynd Sjóns úr Skýjunum. Í Rökkur- býsnum (2008) birtist höfundurinn enn á ný, en þar er nærvera hans ekki eins áberandi, þó inngrip hans í atburðarás- ina og hugarheim söguhetjunnar sé dramatískt. Höfundurinn stígur fram á mjög óvæntan hátt í blálokin á Mána- steini (2013) og tengir söguna af drengn- um sem var ekki til beint við sína eigin fjölskyldusögu. Í Augu þín sáu mig og Með titrandi tár er nærvera höfundar ekki eins sýni- leg, en hinsvegar er lögð áhersla á nálægð sögumanns, sem jafnframt er að lýsa eigin tilurð. Lesanda grunar að sögumaður sé í raun höfundurinn Sjón, því þeir vakna til lífsins á sama degi, 27. ágúst 1962. Í ljós kemur þó að Jósef Löwe er ekki Sjón, en þeir eru skóla- bræður í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og hittast einu sinni: „Einn morg- uninn […] ávarpaði ég ungskáldið þar sem það sneri baki í mig og drakk kaffi úr plastmáli“. Þá kallaði skáldið sig enn S.jón með punkti milli essins og jónsins, en „[þ]etta var veturinn nítjánhundruð- ogáttatíu til nítjánhundruðáttatíuogeitt“ og skáldanafnið enn í mótun. Jósef veit að það fer „í taugarnar á honum“ að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.