Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 62
D av í ð S t e fá n s s o n
62 TMM 2017 · 2
og kannski flaug ég aftur heim sem breyttur maður, mýkri og fallegri, fyrir
það að hafa orðið vitni að sjálfslimlestingum annarrar manneskju í slíku
návígi að ég fann næstum lyktina af blóði sem seytlaði úr skurðum. Kannski
megnuðu skurðir Norðmannsins að núlla út mitt eigið sjálfshatur, setja mig í
samhengi og stilla mig af; kannski bjargaði hann mér frá eigin tjöru sem vall
í æðum og vildi út? Kannski fór annar úr þessum kennda hópi ungskálda til
síns heima með nýtt stig geðveikinnar í farteskinu? Kannski.
Við vitum að filma gleymir engu, aldrei.
Við vitum hvað við erum, núna.
En allt annað er kannski, líka það sem við hefðum getað orðið ef við
hefðum ekki borðað sænskan morgunmat undir berum himni með skornum
Norðmanni.
Filma gleymir engu, aldrei. Hún liggur strengd á kefli sínu, í hylki sínu, átekin
árum síðar; liggur á meðal ósoðinna eggja í ísskáp sem er minn eigin og ég
opna oft á dag. Ég hef opnað á allt, opnað ísskápinn, opnað eggjabakkann,
opnað filmuna og leyft ljósi að streyma inn á hana eins og kraumandi vatni
úr skaftpotti.
En þessi filma er eilíf, óbreytanleg, ekkert megnar að má hana út; hún er
fasti, tímanum verður ekki snúið við, þú kreistir ekki blóðdropa úr sykur-
mola og engir skurðir verða fyllilega teknir til baka, því að filma gleymir
engu, aldrei, og skurðsár vofir alltaf yfir húðinni eins og draugur, án þess að
gróa; eins og skuggi af húðflúri, eins og draugur af húðflúri.
Eftirmáli
Sumarið 1999, þegar ég var ég tuttugu og sex ára og nýbúinn að gefa út mína aðra ljóða-
bók, gafst mér einstakt tækifæri með þátttöku í fimm daga samnorrænni ritsmiðju sem
haldin er árlega á Biskops Arnö – þetta er svokallaður Debutantkurs.
Skemmst er frá því að segja að þessir fimm dagar höfðu varanleg áhrif á mig og við-
horf mín til skáldskaparlistar – og engar ýkjur þegar ég segi að margt lifi enn í mér þótt
í dag séu tæp átján ár liðin. Leiðbeinendur í ólíkum ritsmiðjum voru sjóuð, skandinav-
ísk ljóðskáld, skáldsagnahöfundar, fræði menn; hafsjór af fróðleik í hverjum og einum
þeirra. Við hlustuðum á fræðandi fyrirlestra, leystum krefjandi verkefni, skrifuðum
upp á eigin spýtur og í samvinnu við aðra, lásum yfir texta hvers annars og lásum svo
upp eigin texta á kvöldin, þar sem setið var að sumbli við arineld.
Ídyllískt? Svo sannarlega og ekkert minna.
Síðasta kvöldið var svo tekið með trompi. Hvað gerir maður annað eftir svona and-
lega innspýtingu en að fagna og faðma þessa nýju vini sína, drekka ódýrt rauðvín fram
eftir nóttu og stinga sér svo ofan í ískalt stöðuvatn um svipað leyti og sólin rís?
Sagan „Filma gleymir engum skurði, aldrei“ fjallar um atburði þessarar síðustu
nætur, eftirköst hennar og þátt norska rithöfundarins Karl Ove Knausgård. Árið 1999