Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 62
D av í ð S t e fá n s s o n 62 TMM 2017 · 2 og kannski flaug ég aftur heim sem breyttur maður, mýkri og fallegri, fyrir það að hafa orðið vitni að sjálfslimlestingum annarrar manneskju í slíku návígi að ég fann næstum lyktina af blóði sem seytlaði úr skurðum. Kannski megnuðu skurðir Norðmannsins að núlla út mitt eigið sjálfshatur, setja mig í samhengi og stilla mig af; kannski bjargaði hann mér frá eigin tjöru sem vall í æðum og vildi út? Kannski fór annar úr þessum kennda hópi ungskálda til síns heima með nýtt stig geðveikinnar í farteskinu? Kannski. Við vitum að filma gleymir engu, aldrei. Við vitum hvað við erum, núna. En allt annað er kannski, líka það sem við hefðum getað orðið ef við hefðum ekki borðað sænskan morgunmat undir berum himni með skornum Norðmanni. Filma gleymir engu, aldrei. Hún liggur strengd á kefli sínu, í hylki sínu, átekin árum síðar; liggur á meðal ósoðinna eggja í ísskáp sem er minn eigin og ég opna oft á dag. Ég hef opnað á allt, opnað ísskápinn, opnað eggjabakkann, opnað filmuna og leyft ljósi að streyma inn á hana eins og kraumandi vatni úr skaftpotti. En þessi filma er eilíf, óbreytanleg, ekkert megnar að má hana út; hún er fasti, tímanum verður ekki snúið við, þú kreistir ekki blóðdropa úr sykur- mola og engir skurðir verða fyllilega teknir til baka, því að filma gleymir engu, aldrei, og skurðsár vofir alltaf yfir húðinni eins og draugur, án þess að gróa; eins og skuggi af húðflúri, eins og draugur af húðflúri. Eftirmáli Sumarið 1999, þegar ég var ég tuttugu og sex ára og nýbúinn að gefa út mína aðra ljóða- bók, gafst mér einstakt tækifæri með þátttöku í fimm daga samnorrænni ritsmiðju sem haldin er árlega á Biskops Arnö – þetta er svokallaður Debutantkurs. Skemmst er frá því að segja að þessir fimm dagar höfðu varanleg áhrif á mig og við- horf mín til skáldskaparlistar – og engar ýkjur þegar ég segi að margt lifi enn í mér þótt í dag séu tæp átján ár liðin. Leiðbeinendur í ólíkum ritsmiðjum voru sjóuð, skandinav- ísk ljóðskáld, skáldsagnahöfundar, fræði menn; hafsjór af fróðleik í hverjum og einum þeirra. Við hlustuðum á fræðandi fyrirlestra, leystum krefjandi verkefni, skrifuðum upp á eigin spýtur og í samvinnu við aðra, lásum yfir texta hvers annars og lásum svo upp eigin texta á kvöldin, þar sem setið var að sumbli við arineld. Ídyllískt? Svo sannarlega og ekkert minna. Síðasta kvöldið var svo tekið með trompi. Hvað gerir maður annað eftir svona and- lega innspýtingu en að fagna og faðma þessa nýju vini sína, drekka ódýrt rauðvín fram eftir nóttu og stinga sér svo ofan í ískalt stöðuvatn um svipað leyti og sólin rís? Sagan „Filma gleymir engum skurði, aldrei“ fjallar um atburði þessarar síðustu nætur, eftirköst hennar og þátt norska rithöfundarins Karl Ove Knausgård. Árið 1999
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.