Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 37
M U S A
TMM 2017 · 2 37
sköpun. Sköpun, sköpun og ekkert nema sköpun. Ef til vill ekki hentugt
mottó fyrir mann á mínum aldri“.
Sköpunin er semsé lífsloftið sjálft. Spurning hvort ekki megi eins tala um
sköpunarfíkn. Sem reyndar er jákvæð fíkn, rétt eins og sköpunargræðgin er
jákvæð græðgi að mati Sigurðar. Og við þessari fíkn er engin meðferð í boði
önnur en fíknin sjálf. Hún ein getur slegið á hin hræðilegu fráhvarfsein-
kenni.
Það er þessi græðgi eða fíkn sem laðar á vettvang „jákvæðu heimskuna“,
annað mikilvægt hugtak í sköpunarferlinu, og um leið mýflugurnar í úlf-
aldagerðina.
Fyrsta bók rithöfundarins heitir Tabúlarasa. Tabula rasa er einmitt það
sem sjálfur skaparinn stóð frammi fyrir í upphafi hinnar fyrstu vinnuviku í
heimi – með gott helgarfrí í vændum.
Tabula rasa, autt borð, autt blað, þar býr þessi hreinleiki sem laðar fram
sjálfa upphafstilfinninguna.
Er það ekki einmitt sú tilfinning sem hefur getið af sér svo margt af
því besta í allri sköpun? Er þarna komið hið langþráða svar við eilífðar-
spurningunni um það hvernig Íslendingasögurnar gátu orðið til. Svo sem
tvöhundruð árum eftir upphaf landnáms fundu forforeldrar okkar að þau
voru við það að missa upphafstilfinninguna, utanumhaldið, að tabula rasa
var að fyllast af allskyns dóti sem margir voru farnir að gleyma hvernig var
til komið og til hvers var. Þess vegna var um að gera að skila af sér hlutunum
í almennilegri sköpun og sögurnar urðu til úr heimsku sem var svo jákvæð
og laus við tilgerð að menn gleymdu meira að segja að láta nafns síns getið.
Höfundi Musu, hvort sem hann kallar sig Hann eða Ég, hafði alltaf hentað
vel þessi aðferð. Að setjast við tabula rasa, helst í terra incognita, óþekktu
landi, hvort sem það land var Portúgal, íslensk tunga, ósýnilega innri söng-
konan í SG-tríóinu eða sjálf Sægonborg. Og nú var hann kominn í herbergi
1815 á Metropolitan Hotel í borginni Haikou á Hainan-eyju í Suður-Kína-
hafi.
Byrjunartilhlökkunin á sínum stað. Aðeins eftir að ganga í gegnum
nokkur gömul og gagnleg rítúöl og særingar en síðan kæmi upphafstilfinn-
ingin, hann kallar hana reyndar „jáauðvitaðtilfinninguna“ og flæðið getur
hafist … En svo allt í einu ekki.
Tabula rasa getur nefnilega í allri sinni auðmýkt og með alla sína mögu-
leika orðið of yfirþyrmandi, breyst í horror. Horror vacui er þekkt hugtak úr
listasögunni, hræðslan við tómarúmið. Þýðir að vísu aðeins annað á þeim
vettvangi, löngun til að hylja alla auða fleti með skrauti. En tabula rasa getur
kallað fram slíkan horror í stað hinnar jákvæðu upphafstilfinningar.
Þegar svo fer leiðir tabula rasa listamanninn ekki yfir á terra firma incog-
nita heldur í einhverskonar svarthol eða ginnungagap þar sem hvergi festir
hönd eða hug á neinu, allt formyrkvast og hvergi sjást neinir „svifkjarnar“ að