Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 46
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
46 TMM 2017 · 2
Við misstum mæður okkar sama misserið – ég samhryggist þér.
Takk og sömuleiðis.
Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar?
Já, örugglega en ég veit ekkert hvernig. Foreldrar mínir hafa mótað mig
mjög mikið og eflaust meira en ég geri mér grein fyrir.
Ég ætla ekki spyrja þig um áhrifavalda en áttu bók, bækur sem þú grípur
alltaf í, sem þú tækir með á eyðieyju?
Ljóðasafn eftir Tomas Tranströmer, svo bók sem heitir Allt er ást eftir
Kristian Lundberg. Nei, Eimskip yrði að flytja bækurnar til mín á vörubretti.
***
Ertu gift?
Nei, er fráskilin.
Áttu ástvin?
Já, ég á kærasta sem ég er voðalega lukkuleg með. Hin erótíska ást finnst
mér oft alveg óbærilega flókið fyrirbæri og efni í margar bækur sem ég á
vonandi eftir að skrifa.
Ég vissi það – ég sá ykkur í tíu-bíó! Áttu börn, hvað heita þau og viltu segja
mér hvernig þau hafa mótað líf þitt og haft áhrif á þig?
Freyja er fædd 2004 og Sölvi 2009. Ég komst í tæri við sakleysi, varnarleysi,
fegurð og ást þegar ég fékk þau í fangið. Það þarf að taka til – ekki bara á
heimilinu heldur líka í sjálfum sér – svo maður verði það foreldri sem maður
vill vera og neyðist því til að horfast í augu við sjálfan sig. Börn eru ótrúlega
mótuð þegar þau fæðast og það er ótrúlegt að fá að upplifa það. Börnin mín
eru mjög ólík og það er gaman að fá að kynnast þeim.
Kemur það manni e.t.v. á óvart hvað maður er flinkur að ala upp barn án
þess að hafa lært neitt – um leið og maður skynjar takmörk sín – að inní
manni búi eðlisvís læða?
Mjá!
Truflar fjölskyldulíf skriftir? Stendur einkalíf í veginum fyrir ritstörfum?
Þetta eru góðar spurningar. Börn þurfa mikla athygli og tíma og að halda
heimili krefst líka mikillar vinnu með uppvaski, eldamennsku og þvottum,
sérstaklega þegar maður er sjálfstætt foreldri. Stundum get ég orðið ferlega
leið yfir því að hafa ekki tíma né einbeitingu til að skrifa meira. Þess vegna
hef ég ekki ennþá náð að skrifa skáldsögu og haldið mig við styttri texta.