Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 46
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 46 TMM 2017 · 2 Við misstum mæður okkar sama misserið – ég samhryggist þér. Takk og sömuleiðis. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar? Já, örugglega en ég veit ekkert hvernig. Foreldrar mínir hafa mótað mig mjög mikið og eflaust meira en ég geri mér grein fyrir. Ég ætla ekki spyrja þig um áhrifavalda en áttu bók, bækur sem þú grípur alltaf í, sem þú tækir með á eyðieyju? Ljóðasafn eftir Tomas Tranströmer, svo bók sem heitir Allt er ást eftir Kristian Lundberg. Nei, Eimskip yrði að flytja bækurnar til mín á vörubretti. *** Ertu gift? Nei, er fráskilin. Áttu ástvin? Já, ég á kærasta sem ég er voðalega lukkuleg með. Hin erótíska ást finnst mér oft alveg óbærilega flókið fyrirbæri og efni í margar bækur sem ég á vonandi eftir að skrifa. Ég vissi það – ég sá ykkur í tíu-bíó! Áttu börn, hvað heita þau og viltu segja mér hvernig þau hafa mótað líf þitt og haft áhrif á þig? Freyja er fædd 2004 og Sölvi 2009. Ég komst í tæri við sakleysi, varnarleysi, fegurð og ást þegar ég fékk þau í fangið. Það þarf að taka til – ekki bara á heimilinu heldur líka í sjálfum sér – svo maður verði það foreldri sem maður vill vera og neyðist því til að horfast í augu við sjálfan sig. Börn eru ótrúlega mótuð þegar þau fæðast og það er ótrúlegt að fá að upplifa það. Börnin mín eru mjög ólík og það er gaman að fá að kynnast þeim. Kemur það manni e.t.v. á óvart hvað maður er flinkur að ala upp barn án þess að hafa lært neitt – um leið og maður skynjar takmörk sín – að inní manni búi eðlisvís læða? Mjá! Truflar fjölskyldulíf skriftir? Stendur einkalíf í veginum fyrir ritstörfum? Þetta eru góðar spurningar. Börn þurfa mikla athygli og tíma og að halda heimili krefst líka mikillar vinnu með uppvaski, eldamennsku og þvottum, sérstaklega þegar maður er sjálfstætt foreldri. Stundum get ég orðið ferlega leið yfir því að hafa ekki tíma né einbeitingu til að skrifa meira. Þess vegna hef ég ekki ennþá náð að skrifa skáldsögu og haldið mig við styttri texta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.