Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 22
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 22 TMM 2017 · 2 Römm er sú taug Stórbruninn sem kom upp í Hótel Reykjavík aðfaranótt 25. apríl varð til þess að borgarsamþykkt bæjarins lagði blátt bann við byggingu timburhúsa í þéttbýli.66 Ætlunin var að sporna við bruna af þessari stærðargráðu í fram- tíðinni og fyrir vikið runnu upp nýir tímar í byggingarframkvæmdum hér á landi.67 Eftirspurn eftir húsnæði í bænum jókst jafnt og þétt og hafist var handa við endurbyggingu í bænum nær samstundis. Þjóðinni hafði áskotn- ast nokkur stríðsgróði í viðskiptasamningum við Breta og síðar Kanann og menn voru stórhuga um framkvæmdir. Ný hús voru reist í stað þeirra sem brunnu, þrí- og fjórlyftar randbyggingar – samfelldar húsaraðir – út að götu. Með þessu lagi var stefnt að því að gera miðbæinn þéttbyggðari og ýta undir borgarbraginn. Miðbærinn var að fá á sig nýja mynd, verða eins konar „steinbær“ eins og það var kallað í fyrirsögn í Morgunblaðinu 7. júní 1915. Steinsteypuöld gekk í garð.68 Á sama tíma og steinsteypuöld hefst á Íslandi fær Guðjón álitlegan ferða- styrk fyrir tilstilli eins prófessorsins við skólann svo hann geti ferðast um Noreg og Svíþjóð. Þar ver hann sumrinu í rannsóknir á byggingarlist þessara þjóða en í stað þess að snúa aftur til Danmerkur að þeim loknum heldur hann heim til Íslands. Ástæðuna telja flestir vera brunann í Reykjavík en eins má vera að andlát systra hans tveggja hafi orðið þess valdandi að hann snýr heim.69 Við heimkomuna buðust Guðjóni mörg verkefni. Ein fyrsta bygging hans frá þessum árum var Verslunarhús Nathan og Olsen á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis. Það sýnir að menn hlutu að hafa borið talsvert traust til Guðjóns því byggingin var þá „mesta steinsteypuhús, sem fram að þeim tíma hafði verið reist á Íslandi“.70 Húsið ber auk þess námsárum Guð- jóns í Danmörku glöggt vitni en hann hafði eins og fyrirrennarar hans verið alinn upp við að beita sögustílnum fyrir sig, leita fyrirmynda „hvaðanæva úr tíma og rúmi“.71 Nýbarokkið bar hæst í Kaupmannahöfn þegar Guðjón dvaldi þar og áhrifin eru greinileg í húsinu.72 Með þeirri byggingu markar hann á vissan hátt skil í þróunarsögu miðbæjarins frá skipulagssjónarmiði. Þar gerir Guðjón sitt ítrasta til þess að sýna í verki þau gildi borgarbyggðar sem hann hafði kallað eftir í áðurnefndri blaðagrein frá 1912. Þar að auki var mikið lagt í tækjabúnað hússins. Sérstök rafstöð var reist til þess að sjá því fyrir orku – þar sem rafmagnsveita bæjarins var ekki komin til sögunnar – og lyfta sett í húsið, en hvort tveggja var nýmæli í íslenskum byggingum.73 Guðjón sýnir snemma hvert hugur hans stefnir því hann reynir að sjá fyrir sér heildarmyndina þegar í upphafi verks. Hann hugsaði hús Nathan & Olsen sem hluta af stærri heild en ekki eitt afmarkað verkefni.74 Hann hugsaði sér húsið sem anga af „skipulagðri byggð kringum Austurvöll, þ.e. veglegra bygginga, að jafnaði sambyggðra, sem ramma skyldu inn völlinn […]“.75 Hann sá meira að segja fyrir sér að hornið á Austurstræti og Póst- hússtræti yrði að eins konar borgarhliði, sem vísi inn í bæinn. Í þá daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.