Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 112
112 TMM 2017 · 2 Auðólfur Gunnarsson „Einherji sannleikans“ Um Magnús Eiríksson „frater“ Árið 2015 voru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og var þessa áfanga í jafnréttisbaráttu kvenna minnst með ýmsum hætti. Þó hefur þess íslenska manns lítið verið getið, sem fyrstur karla á Norður- löndum, og þótt víðar væri leitað, kom fram á ritvöllinn til stuðnings konum í baráttu þeirra fyrir jafnrétti kynjanna. Að vísu skrifaði Jóhanna Þráins- dóttir blaðamaður grein í Lesbók Morgunblaðsins þann 10. maí 1997 undir fyrirsögninni Gleymdur liðsmaður kvenna. Ýmislegt fleira hefur verið um Magnús skrifað gegnum tíðina. Ágúst H. Bjarnason fyrsti prófessor okkar í heimspeki við Háskóla Íslands ritaði ýtarlega grein í Skírni árið 1924 um ævi og störf Magnúsar Eiríkssonar, guðfræðings í Kaupmannahöfn, en áður hafði séra Matthías Jochumsson vakti athygli á því, að þessi baráttumaður og fulltrúi Íslands á erlendri grund hefði helst til lengi legið óbættur hjá garði. Árið 1938 birtist síðan doktorsritgerð séra Eiríks Albertssonar: Magnús Eiríksson, guðfræði hans og trúarlíf. Jón Helgason ritstjóri rekur uppruna og ævi Magnúsar í ritröðinni Vér Íslands börn, III. bindi, og Ólafur Grímur Björnsson læknir ritaði grein um hann í Árbók Þingeyinga 2008. Fleiri innlendir og erlendir fræðimenn hafa ritað um Magnús og trúarskoðanir hans, m.a. þýski fræðimaðurinn Gerhard Schreiber, sem birti ritaskrá Magnúsar í haustútgáfu Skírnis 2015 og þar birtist einnig grein eftir Vilhjálm Árnason og Jón Braga Pálsson um þær við- tökur, sem trúarkenningar Magnúsar Eiríkssonar fengu meðal Íslendinga. Í grein sinni um Magnús segir Jóhanna Þráinsdóttir: Hafi Magnús legið óbættur hjá garði sem guðfræðingur, er þó sú þögn sem ríkt hefur um hann sem frumkvöðul á sviði kvenfrelsismála ekki síður nöturleg því hvað sem annars má segja um „rétta“ eða „ranga“ trú Magnúsar verður það ekki af honum skafið að hann verður fyrstur karlmanna á Norðurlöndum, svo ekki sé stærra upp í sig tekið, til að gefa út rit til varnar kvenfrelsi og gerast þar með ötull baráttumaður gegn kúgun kvenna. Það hlýtur því að koma í hlut okkar nútíma- kvenna að bæta Magnúsi upp einnar og hálfrar aldar þögn um þetta merka framlag hans. Mér vitanlega hefur aðeins ein kona skipað Magnúsi þann sess sem honum ber í baráttusögu okkar fyrir frelsi og jafnrétti, en það er Vilborg Sigurðardóttir sagn- fræðingur í B.A. ritgerð sinni 1967: Um kvenréttindi á Íslandi til 1915 (óprentuð). (Jóhanna Þráinsdóttir, 1997, bls. 4)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.