Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 110
Á r n i B e r g m a n n 110 TMM 2017 · 2 sem lýsa bæði ömurleika og grimmd í hvunndagsleika rússnesks almúga sem og draumum sem þrátt fyrir allt kvikna „í djúpunum“ um djörf og fögur ævintýr. Hann gerðist með öðrum orðum söngvari byltingardraumsins og reyndar öflugur stuðningsmaður flokks Leníns. Samt tók Gorkij byltingunni 1917 með ugg og efa, gagnrýndi hart vin sinn Lenín og félaga hans fyrir alræðistilburði, hélt reyndar sjálfur úti blaði þar sem hann viðraði þessa afstöðu sem og ótta sinn við að byltingin myndi reynast fyrst og fremst tor- tímandi afl. Eftir að blað hans var bannað reyndi hann að hafa sín áhrif á nýtt samfélag með því að leggja lið skáldum og vísindamönnum í allsleysi borgarastríðsára og með útgáfu merkra bóka fyrir alþýðu. Eftir nokkurra ára útlegð á Ítalíu sneri hann aftur til Sovétríkjanna og gerðist þá einhver öflugasti boðberi þess fagnaðarerindis að einmitt Stalín og hans „sálarverk- fræði“ gætu flýtt fyrir sköpun hins nýja og upprétta manns sem hann sjálfan hafði dreymt um frá því hann var ungur. Og smíðaði því til staðfestingar þá kenningu um mannbætandi og pólitískt virkar uppeldisbókmenntir sem kenndar voru við sósíalískt raunsæi. Skáld komu mikið við sögu í heimsstyrjöldinni síðari sem í Sovétríkjunum var nefnt Föðurlandsstríðið mikla. Ung skáld þess tíma ortu þá sín bestu og einlægustu ljóð og jafnvel þau skáld sem sett höfðu verið utangarðs í hálf- gert ritbann eins og Pasternak og Akhmatova lögðu sitt til þeirrar baráttu upp á líf og dauða við þýskan innrásarher sem þjóð þeirra átti þá í. Eftir dauða Stalíns voru það einmitt rithöfundar sem höfðu frumkvæði um nýjar áherslur, kröfugerð um sannleiksleit og heiðarleika og endurmat á leiðar- vísum og stjórnarháttum næstliðins tíma. Það var skáldsaga Ilju Ehrenbúrgs, Hlákan (Ottepel) sem gaf upphafi þessa tíma nafn árið 1954. Upp frá því og allt þar til Sovétríkin liðu undir lok stóð stríð um bókmenntir og lesendur í landinu milli valdhafanna og þeirra fylgifiska annarsvegar og þeirra sem börðust, af misjafnri róttækni þó, fyrir auknu ritfrelsi, meira svigrúmi bók- mennta til aðhalds, til endurmats og síðast til beins andófs. Svo lauk þeirri sögu á því að æðsta valdastofnun þess þjóðfélags sem til varð í rússnesku byltingunni, Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna, hrökklaðist frá völdum og ríkið sjálft leystist í sundur svo sem öllum er í fersku minni. Og þá gerðust tíðindi sem mörgum komu í opna skjöldu: upp úr falli Sovétríkjanna hefst þróun sem virðist á ótrúlega skammri stund hafa kveðið niður þá bók- menntatrú sem hafði um tveggja alda skeið gagnsýrt alla rússneska umræðu, styrkt þá „heimspeki vonarinnar“ um betri tíð og réttlátari sem svo margir hugsandi og skrifandi Rússar höfðu sér til trausts og halds. Þróun sem veltir úr sessi skáldum sem leiðtogum lífsins eða „kennurum í því að lifa“ eins og stundum var að orði kveðið. Fyrr var minnst á bók Nóbelshöfundarins Svetlönu Alexijevitsj, Endurnýttan tíma sem sett er saman úr ótal samtölum við fyrrum sovétborgara. Þar má lesa margt um undarlega útbreidda eftirsjá manna eftir mörgu því sem einkenndi sovéskt samfélag, einnig fólks sem sovéskt stjórnarfar lék mjög grátt. Og þegar menn í andrúmslofti nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.