Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 113
„ E i n h e r j i s a n n l e i k a n s “
TMM 2017 · 2 113
Hver var hann þessi íslenski einherji sannleikans, eins og hann hefur verið
kallaður? Um það vísa ég m.a. til ofangreindra heimilda í eftirfarandi
samantekt minni.
Magnús Eiríksson fæddist norður við Dumbshaf að Skinnalóni á Mel-
rakka sléttu hinn 21. júní 1806. Faðir hans, Eiríkur Grímsson, drukknaði frá
konu og 5 ungum börnum árið 1813. Elstur var Magnús, 7 ára, en yngstur
langafi minn Jón á fyrsta ári. Á milli voru tvær systur, Hildur og Sigríður,
og einn bróðir, Stefán. Ekkjunni, Þorbjörgu Stefánsdóttur Scheving, var ekki
fisjað saman. Hún kom yngsta barninu í fóstur hjá góðu fólki, en hafði eldri
börnin hjá sér. Hún réð sér ráðsmann og eignaðist með honum dóttur, en
giftist fljótlega fyrrverandi vonbiðli sínum, stöndugum bónda, Birni Sigurðs-
syni hreppstjóra að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Þau eignuðust saman sjö
börn en aðeins þrjú komust á legg, tvær dætur, Guðrún og Margrét og einn
sonur, Stefán. Björn reyndist Magnúsi góður fósturfaðir og styrkti hann til
náms í Bessastaðaskóla. Þaðan útskrifaðist Magnús með láði, efstur í sínum
árgangi. Meðal skólafélaga voru m.a. frændi hans Jónas Hallgrímsson skáld
og um tíma Jón Sigurðsson forseti og urðu þeir vinir og samherjar til ævi-
loka. Næstu tvö árin var Magnús skrifari hjá Lorentz Krieger stiftamtmanni
í Reykjavík. Um dvöl hans þar segir Jón Helgason svo frá:
Varð hann þar fljótt hrókur alls fagnaðar sakir glaðværðar sinnar, lærði fiðluleik í
nærkonuhúsinu hjá Lars Möller lögregluþjóni og lék fyrir dansi í klúbbhúsi bæjar-
ins … En umfram allt söng hann öðrum fegur í kvöldboðum hjá gestrisnu fólki, því
að rödd sem hans var næsta fágæt. (Jón Helgason, 1971, bls. 16)
Krieger stiftamtmaður hreifst af hæfileikum Magnúsar og bauðst til að
styrkja hann til náms í Kaupmannahöfn. Magnús sigldi utan 1831, las guð-
fræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1837 með góðum vitnisburði. Honum
buðust góð brauð sem prestur á Íslandi, en hugur hans stóð ekki til verald-
legra gæða. Hann gerðist hjálparkennari (manuduktör) guðfræðinemenda
háskólans og stundaði auk þess einkakennslu og bjó nemendur undir próf.
Hann var mjög vinsæll meðal íslenskra stúdenta í Höfn og þeim mjög hjálp-
samur.
Séra Matthías Jochumsson segir svo í bókinni, Sögukaflar af sjálfum mér:
„Hinir ungu og gjálífu landar hans kölluðu hann jafnan „frater“ (bróður)
og það nafn sómdi honum vel, því að hann elskaði þá eins og bræður sína
eða börn, og var heilagt ljós á þeirra villugjarna vegi“ (Matthías Jochums-
son, 1959, bls 178). Auk þess stóð Magnús í bréfaskiptum við marga vini og
vandamenn á Íslandi og mun hafa eytt miklum tíma í fyrirgreiðslu fyrir
landa sína í Höfn, án þess að greiðsla kæmi fyrir.
Um samskipti Magnúsar við landa sína í Kaupmannahöfn segir séra
Eiríkur: