Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 49
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“
TMM 2017 · 2 49
Hvað metur þú mest í eigin fari?
Jákvæðni og hugmyndaflug.
Hvað metur þú minnst í eigin fari?
Lágt sjálfsmat, dómhörkuna og meðvirknina.
En hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Fara í sund með krökkunum.
Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju?
Sátt.
Áttu þér listrænt manifestó?
Háspenna og háski. Skrifin mega ekki vera auðveld, það má ekki vera
öryggi, ég má ekki vita hvort jörðin sem ég bý til hverju sinni haldi og það
verður að vera formglíma en ég þarf líka að fara að leyfa mér að skrifa auð-
velda texta og bækur – það má.
Já, það er ekki bannað. Hlustar þú á tónlist á meðan þú skrifar?
Já, ég fæ þráhyggju fyrir tónlist og hlusta aftur og aftur og textabrot
smitast inn í textana sem ég skrifa.
Hvaða tónlist hefur þú þráhyggju fyrir núna?
Hef verið að hlusta á Bat For Lashes, flotta unga konu sem minnir
stundum á Björk. Myndbönd hennar eru myndverk. Hún semur, útsetur og
syngur. Það er frumleiki, mýkt og hugrekki í tónlistinni. Það er svo heillandi
að fara með hugrekki og reisn inn í sársaukann. Ég hef líka fengið PJ Harvey
æði. Ég sæki í konur.
Þú lærðir á píanó?
Já, ég lærði á píanó í mörg ár og dálítið á gítar, einn vetur lærði ég á orgel,
það var erfiðara en ég bjóst við en skemmtileg reynsla. Ég á píanó og gítar og
þau tímabil koma að ég spila mikið. Tónlist hefur lækningamátt.
Semur þú tónlist?
Nei, en mig langar að geta það.
Hafa aðrar listgreinar bein eða meðvituð áhrif?
Fékk leikhúsbakteríu fyrir nokkrum árum – leikhúsið er heillandi heimur
– svo er ég líka að detta inn í dans. Það að hreyfa líkamann frjáls í rými hefur
líka lækningamátt. Ég er heilluð af fimm rytma dansi sem er dans þar sem
maður fer í gegnum eina öldu af fimm rytmum: flæði, stakkato, kaós, lýrík
og kyrrð. Dansinn er dansaður í flestum borgum, úti og inni. Fyrir mann-