Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2017 · 2 R.U.R. Rossumovi univerzální roboti eða Alþjóðlegir róbótar Rossums (1921), en þar er orðið róbót í fyrsta sinn notað um tilbúna veru. Sjón vísar mjög til Meyrinks í Augu þín sáu mig en nefnir einnig róbot Rossums, og leikritið geng- ur aftur í Ég er sofandi hurð í verkefn- inu sem Hrólfur stofnar utanum hina nýju gervigreind og nefnist „The Reykjavík Unilingua Research, skamm- stafað R.U.R.“ (560). Verkin tengjast gotnesku og framúrstefnu og því má vera ljóst að gólem Sjóns tilheyrir heimi hrollvekja, furðusagna og vísindaskáld- sagna – auk þess að hafa smitast af framúrstefnu. Þessi miðalda- og forsögulega fyrir- mynd er færð til samtímans í sögu Sjóns, en í Augu þín sáu mig er síðari heimsstyrjöld umgjörð ofsókna gegn gyðingum. Í Með titrandi tár er þessi rammi gyðingaofsókna útfærður í umfjöllun um þjóðerni, eins og ljóst má vera af titli verksins; annarsvegar útfrá þjóðernishyggju og hinsvegar sem könnun á þjóðerni Íslendinga, hvernig það var skapað og mótað. Áherslan í báðum verkunum er á mótun, tilbúning og það að skapa nýja (mann)veru í krafti samsláttar efnis og anda. Góleminn telst vera skrýmsli, þar sem hann verður til án getnaðar og fæð- ingar, utan við yfirráðasvæði guðs. Hann er búinn til úr vessum Prag og Löwe og síðan lífgaður í augum Marie- Sophiear – en það er hún sem er vísað til í titlinum ‚augu þín sáu mig‘. Að auki vísar þessi sköpun í krafti augnaráðs augljóslega til höfundarnafnsins Sjón. Samkvæmt þjóðsögunni um góleminn er honum neitað um tungumál, og þar með eiginlegt líf, en eins og ljóst má vera af lýsingunni á sköpun gólemsins – lífgun með orðum – er vald á tungumáli nauðsynlegt til sköpunar.2 En þetta mál- leysi á greinilega ekki við um gólem Sjóns, sem sjálfur er einmitt skapari; það er hann sem segir sögurnar í Codexinum, sögur sem jafnframt fjalla um tilurð hans sjálfs og þá sérstaklega það hvernig hann umskapar sig sem þjóðsagnaveruna gólem. Allar bækurnar einkennast af ríkri sjálfsmeðvitund. Umfjöllun skáldsagn- anna um eigin sköpun er spegluð í sköp- un gólemsins og því er hugtakið ‚sjálf- saga‘ hér sérlega viðeigandi. Verkin þrjú „fjalla[…] um sjálf[…] sig“ og eru bæði „sjálfsvísandi“ og „sjálfsmeðvituð“, auk þess að lýsa beinlínis mótun sjálfsmynd- ar eða sjálfsveru.3 Skáldsögurnar í CoDex 1962 mynda saman margfalda sköpunarsögu. En þær snúast ekki einungis um eigin sköpun- arferli heldur er hér fjallað um sköpun á nýju mannkyni; sæborgum. Sæborgina má skilgreina sem samþáttun lífrænna og ólífrænna þátta sem eru innbyrðis háðir, en umfram allt er hún tilbúin vera, afkvæmi tækni, tilrauna, galdra. Uppruni hennar er ekki einn og einfald- ur heldur samsettur úr fjölbreyttri blöndu goðsagna, vísinda og skáldskap- ar. Sæborgin er tákn um endurskoðun mennsku og jafnframt endurmat á kynj- um og kyngervum, tvíhyggjunni sem einkennir hugmyndir um og viðhorf til kynja.4 Alls konar kynusli er í þríleikn- um og sköpun gólemsins helst í hendur við það verkefni að losna úr viðjum hefðbundinna kynjaímynda og hugsa út fyrir andstæðuparið karl-kona með sínum einfölduðu gagnkynhneigðu við- miðum.5 Fyrri tvö verkin í CoDex 1962 vísa mjög til hrollvekjunnar, bæði gotnesku skáldsögunnar og nýrri hrollvekja. Í slíkum skáldsögum er spurningin um mennskuna miðlæg og í vísindaskáld- sögunni er hún enn fyrirferðarmeiri. Verkin þrjú bera einmitt undirtitla sem vísa til bókmenntagreina, Ástarsaga,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.