Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 147

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 147
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 147 the South Wind (2001) sem að sumu leyti er um sama efni og Steinaldar- veislan). Valgarður bendir á að jafnvel félags- fræðingar nútímans sem vildu fanga þessa veröld mundu eiga erfitt með það, meðal annars vegna þess að þeir gætu ekki spurt réttu spurninganna, skildu jafnvel ekki það mál sem talað var, það verklag sem beitt var og þær hindranir sem við mönnum blöstu. Sjálfur man Valgarður til dæmis þegar þorpið tæmd- ist næstum af karlmönnum sem héldu á vertíð í Grindavík strax upp úr áramót- um, vetur eftir vetur, og voru fram á lokadag. Eða þegar fólkið hlustaði eftir aflatölum í útvarpinu eins og um spenn- andi knattspyrnuleik væri að ræða. – En sjálfur var hann bóndi, eða leit á sig sem slíkan. Níu ára „vökumaður“ var þrung- inn ábyrgð. Alheimurinn og fruman Valgarður teflir gjarnan fram andstæð- um í frásögninni: Reykjavík – sveitin (fín föt, gotterí – slitin og moldug föt, þorskhausar [og þar af leiðandi óskemmdar tennur!]); þá og nú; landið og sjórinn, útsýn – innsýn; alheimurinn og fruman: drengurinn sem lá í brekk- unni við Grýtuhóla og horfði gegnum heiðhvolfið til stjarnanna, hann átti eftir að rýna í stækkunargler árum saman og rannsaka þá minnstu einingu allra ein- inga: frumuna – og fegurðin er líka þar. Það hlaut eiginlega að verða hans ævistarf að rannsaka frumuna því að þar gat hann farið að rekja þróun efnis- ins og lífsins. Það er merkilegt stef í bókinni hvernig fóstrið sýnir á fyrstu stigum þróun lífs og jafnframt bláþráð lífsins – bláþráður lífsins fer eins og rauður þráður um verkið. Vísindamað- urinn hefur áhyggjur: fruman getur skemmst, það þarf svo lítið til; fóstrið getur laskast. Og lífinu á jörðinni er ógnað, það hangir á bláþræði; ef hann slitnar verður þetta ekki lengra. Hann rannsakaði orkubúskap frum- unnar, og sá orkubúskapur hugnaðist honum betur en sá orkubúskapur sem ógnar náttúru og lífríki. (Innskot: ég held að lýsingarorðið lífrík sé valið með hliðsjón af nafnorðinu lífríki, þessu lif- andi fjöreggi okkar.) Ærnar skilja fjármál Lífríkinu var reyndar ógnað þar nyrðra. Úr fjarlægð minnist vísindamaðurinn þess að jafnvel í gróðurreit og kálgarði móðurinnar úðaði litli snáðinn stór- hættulegu eitri, DDT og sublimati (kvikasilfurklóríði). Flugurnar í kirkju- gluggunum í Grenivík fengu sömu afgreiðslu. Og drengurinn teygði sig í flugu og flugu og stakk upp í sig undir svæfandi predikun sóknarprests, ekki þó þess prests sem sagði móðurinni að barn hennar, sem dáið hafði óskírt, kæmist ekki í himnaríki. Hundarnir voru hreinsaðir í sérstök- um kofum og fannst niðurlægjandi. Valgarður leggur til að orðið hunda- hreinsun verði tekið upp í umræðu um pólitíkusa og peningamenn. Þegar lifað er svona í náttúrunni, stundum í lífshættu en stundum í leiðslu yfir dýrð sköpunarverksins, þá verður maður hluti af þessu öllu saman. Þá kristallast það allt í einum litlum dreng sem heitir Valli. Hann þekkir allar jurtir, hann þekkir söng fuglanna, hann greinir mismunandi árnið og són fossa eftir því hver áin eða fossinn er og eftir því hvernig vindurinn blæs eða hvar staðið er. Hann þekkir svip hverrar kindar og nafn og sér betur en búfræð- ingurinn kosti þess að féð sé háfætt norður þar (vestfirska féð var háfætt). Hann var dýrasálfræðingur og skynjaði hvernig dýrin hugsuðu. „Ærnar skilja fjármál.“ Hann fann jurt í Heiðarlág
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.