Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 77
B e r s k j a l d a
TMM 2017 · 2 77
þegar í óefni er komið komast stóru málin á dagskrá, kærleikurinn, réttlætið,
sorgin og samlíðanin.
Maður er svo mikill vani. Hvernig á maður að snúa við blaðinu? Ef maður
er alinn upp við stöðugt áreiti, hvernig nær maður púlsinum niður? Hvernig
finnur maður ró til að sinna því sem maður veit innst inni að er dýrmætt og
einhvers virði?
Sýndarveruleikinn er víst það næsta sem okkur vantar.
Það líður varla sá dagur að einhverjir lýsi ekki yfir hversu allt verður frá-
bært með þessari nýju tækni. Og margt verður eflaust frábært en sýndar-
veruleikinn verður bundinn afþreyingunni og við rígbundin við hana.
Sýndarveruleikinn verður aðallega til að færa klámið á æðra plan og búa til
sýndarnánd. Sjá, ég boða yður teledildonics.
Það eru margir að rannsaka, margir í fræðunum að skrifa greinar í vef-
tímarit og halda erindi. Allt virðist vera kraumandi í þessum málaflokki. Og
kannski birtist það okkur þannig, okkur sem notum netið eins og skemmti-
lega blöndu af alfræðiriti og borgarafundi. En hvað börnin og unglingana
varðar er netið ekki þannig. Lýsa mætti net, skjá og snjallsímalífi barna og
unglinga, og kannski flestra, sem eilífri verslunarmannahelgi. Um versl-
unarmannahelgi fá börn og unglingar að vafra um í frumskógi án laga og
reglna og án íhlutunar fullorðinna.
Gerum tilraun um næstu verslunarmannahelgi. Förum á þjóðhátíð með
stóra ferðatösku. Í töskuna skulum við setja eina Íslendingasögu, kannski
Gísla sögu, stærðfræði 101, ömmu og afa, óhreint leirtau, hlýnun jarðar,
snjalla grein um útlitsdýrkun og kannski einn til tvo innflytjendur, ljóð eftir
Jóhannes úr Kötlum, þýska málfræði og eina danska skáldsögu. Troðum líka
nokkrum rithöfundum þarna ofaní, þeir taka ekki mikið pláss. Síðan förum
við á milli tjalda og reynum að fá tjaldbúa til að skoða ofan í töskuna …
(Ritstjórinn vill skiljanlega að ég haldi áfram með þessa töskusögu og endi
greinina með einhverjum hætti. Hvað svo? Hefur ekki nóg verið skrifað? Eða
er þetta kannski það innlegg í umræðuna sem allir hafa beðið eftir? Verður
TMM kannski rifið út úr hillum pseudo-bókabúðanna íslensku?)
Ert’ekki bara góður, ha? Ert’eitthvað blúsaður? Ha, áttu ekki grill? Eurovision
framundan og svo Bíladagar á Akureyri. Burn Outið verður 17. júní ég er að
elska lyktina af útblæstri á morgnana! Og blár reykurinn frá dekkjunum gerir
mig svo, gerir mig eitthvað svo …