Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 151
TMM 2017 · 2 151
Höfundar efnis
Árni Bergmann, f. 1935, rithöfundur. Árið 2015 komu út eftir hann endurminningar,
Eitt á ég samt.
Ásdís R. Magnúsdóttir, f. 1964. Prófessor í frönsku við HÍ.
Arnar Már Arngrímsson, f. 1973. Rithöfundur. Árið 2015 kom út eftir hann Sölva-
saga unglings. Fyrir hana hlaut Arnar Már barna- og unglingabókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 2016.
Auðólfur Gunnarsson, f. 1937. Fyrrverandi læknir.
Baldur Hafstað, f. 1948. Prófessor emeritus við HÍ.
Davíð Stefánsson, f. 1973. Rithöfundur. Árið 2014 kom út eftir hann smásagnasafnið
Hlýtt og satt: átján sögur af lífi og lygum.
Einar Már Jónsson, f. 1942. Sagnfræðingur sem skrifar reglulega Hugvekjur og
umsagnir um bækur í tmm.
Fríða Ísberg, f. 1992. Skáld. Hún er í hópi Svikaskálda sem á þessu ári sendu frá sér
bókina Ég er ekki að rétta upp hönd.
Hallgrímur Helgason, f. 1959. Rithöfundur. Árið 2016 kom út eftir hann ljóðabókin
Lukka.
Irene Hrafnan Bermudez, f. 1983. Myndlistarmaður og meistaranemi í ritlist við HÍ.
Kjartan Már Ómarsson, f. 1981. MA í bókmenntafræði og stundakennari í HÍ.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Rithöfundur sem reglulega tekur viðtöl við kollega sína
fyrir tmm. Skáldsaga hennar Flækingurinn kom út árið 2015.
Oddný Eir Ævarsdóttir, f. 1972. Árið 2015 sendi hún frá sér bókina Blátt blóð: í leit að
kátu sæði: esseyja.
Sigurður Ingólfsson, f. 1966. Skáld. Árið 2013 sendi hann frá sér Ég þakka: 52 þakkar-
bænir.
Sigurlín Bjarney, f. 1975. Skáld og íslenskufræðingur. Nýjasta ljóðabók hennar er
Tungusól og nokkrir dagar í maí, 2016.
Soffía Bjarnadóttir, f. 1975. Skáld. Árið 2017 kom út eftir hana ljóðabókin Ég er hér.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Bókmenntafræðingur og verkefnastýra hjá Borgar-
bókasafninu. Á síðasta ári kom út eftir hana Sjónsbók: ævintýrið um höfundinn,
súrrealisma og sýnir.
Þorgeir Tryggvason, f. 1968. Textasmiður og bókmenntagagnrýnandi sem að auki
leikur á fagott og önnur hljóðfæri með hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir.
Þorvaldur S. Helgason, f. 1991. Stundar meistaranám í ritlist við HÍ. Árið 2016 kom út
eftir hann bókin Draumar á þvottasnúru.
Þórarinn Eldjárn, f. 1949. Skáld. Hann sendi á síðasta ári frá sér smásagnasafnið
Þættir af séra Þórarinum og fleirum.