Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 141
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2017 · 2 141
fortíðin væri ekki safn einhverra „stað-
reynda“ sem hægt væri að tína upp sem
slíkar, fortíðin væri í rauninni ótæm-
andi, þar væri alltaf eitthvað nýtt að
finna. Þess vegna væri til einskis að fara
beint að grúfa sig yfir texta, á þann hátt
segðu þeir manni ekkert. Öll lífvænleg
sagnfræði yrði að byrja á spurningu,
fræðimaðurinn gengur ekki beint að
einhverri heimild með tóman huga,
heldur skjótast upp í huga hans setning-
ar eins og „hvernig stendur á því að…“,
„skyldi það vera að…“ eða „er það rétt
að…“ og óteljandi margt af því tagi og
síðan leitar hann að þeim heimildum
sem kynnu að fela í sér svar eða hluta af
svari. Ef vel á að vera þarf spurningin að
vera „tilvistarleg“, hún þarf að vera eitt-
hvað sem sagnfræðingnum brennur í
muna að fá svar við. Að áliti söguspek-
inganna spretta nýjungar í sagnfræði
einkum og sér í lagi af því að einhver
maður setur fram spurningu sem aldrei
hafði áður verið spurð og fer að leita
logandi ljósi að svari við henni. Þá birt-
ast kannske allt í einu heimildir sem
enginn hafði áður séð, sem engum hafði
dottið í hug að gætu yfirleitt verið heim-
ildir um eitt né neitt. Um þetta er
reyndar prýðisgott dæmi í eftirmáls-
grein í bók Bergsveins:
Áhugavert er að minna á að enginn tók
eftir hellugryfjum í Noregi fyrr en hug-
takið hellegryfja varð til á áttunda áratug
síðustu aldar. Nú eru fleiri hundruð
slíkar gryfjur skráðar í Norður-Noregi.
(bls. 393)
Til að vinna úr þessum heimildum þarf
svo kannske að finna upp aðferðir sem
aldrei hafði áður verið beitt. Og þá
kemur annað til sem sumir fyrirrennar-
ar „Annálamanna“ litu hornauga en þeir
vildu sjálfir hefja til vegs og virðingar,
eins og rómantískir sagnfræðingar
höfðu áður gert, og það er ímyndunar-
aflið. Það er drifkrafturinn í öllum
rannsóknum á fortíðinni.
Þetta skín allt í gegn í riti Bergsveins
um Svarta víkinginn, eins skýrt og verið
getur. Hann er að vísu ekki með neinar
heimspekilegar vangaveltur um að for-
tíðin sé „ótæmandi“, bókin er heldur
ekki vettvangur fyrir slíkt, en hann
setur þessa sömu hugmynd fram í einni
skáldlegri líkingu, mjög sláandi, þegar
hann talar um að vera „að veiðum í
Ginnungagapi fortíðar“, og efast ég um
að hægt sé að orða þetta betur. Það væri
síðan verðugt verkefni fyrir heimspek-
ing að vinna áfram úr þessum mynd-
hvörfum.
Viðhorf Bergsveins til Ginnungagaps-
ins og veiðanna er skýrt, hann er á hött-
unum eftir einum ákveðnum fiski,
honum brennur á vörum áleitin spurn-
ing sem hann vill dorga upp svar við, og
hún er þessi: hvers vegna er ekki til nein
saga um Geirmund heljarskinn, sem þó
var sagður „göfgastur allra landnáms-
manna“? Hvers vegna er það sem um
hann er sagt af svo skornum skammti
og reyndar sumt af því tagi að það fær
varla staðist, – hann á að hafa verið auð-
ugur bóndi með margar bújarðir, en þær
voru þó flestar á þeim stöðum landsins
sem einna síst eru fallnir til land-
búnaðar. Þessi spurning verður smám
saman mjög áleitin, og þá ekki síst fyrir
þá sök að Bergsveinn er sjálfur afkom-
andi Heljarskinns í 29. ættlið, og með
sínar dýpstu rætur í því héraði sem var
starfsvið ættföðurins. Þetta er því eins
tilvistarleg spurning og verið getur. Og
um leið og hún hefur verið sett fram
spretta upp af henni aðrar spurningar í
langri halarófu. Þessi útgangspunktur
alls verksins er svo mikilvægur í augum
höfundar að meðfram þeirri sögu sem
hann segir rekur hann einnig sína eigin
rannsóknarsögu kryddaða fjölmörgum
litríkum og jafnvel kátlegum atvikum,