Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 141

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 141 fortíðin væri ekki safn einhverra „stað- reynda“ sem hægt væri að tína upp sem slíkar, fortíðin væri í rauninni ótæm- andi, þar væri alltaf eitthvað nýtt að finna. Þess vegna væri til einskis að fara beint að grúfa sig yfir texta, á þann hátt segðu þeir manni ekkert. Öll lífvænleg sagnfræði yrði að byrja á spurningu, fræðimaðurinn gengur ekki beint að einhverri heimild með tóman huga, heldur skjótast upp í huga hans setning- ar eins og „hvernig stendur á því að…“, „skyldi það vera að…“ eða „er það rétt að…“ og óteljandi margt af því tagi og síðan leitar hann að þeim heimildum sem kynnu að fela í sér svar eða hluta af svari. Ef vel á að vera þarf spurningin að vera „tilvistarleg“, hún þarf að vera eitt- hvað sem sagnfræðingnum brennur í muna að fá svar við. Að áliti söguspek- inganna spretta nýjungar í sagnfræði einkum og sér í lagi af því að einhver maður setur fram spurningu sem aldrei hafði áður verið spurð og fer að leita logandi ljósi að svari við henni. Þá birt- ast kannske allt í einu heimildir sem enginn hafði áður séð, sem engum hafði dottið í hug að gætu yfirleitt verið heim- ildir um eitt né neitt. Um þetta er reyndar prýðisgott dæmi í eftirmáls- grein í bók Bergsveins: Áhugavert er að minna á að enginn tók eftir hellugryfjum í Noregi fyrr en hug- takið hellegryfja varð til á áttunda áratug síðustu aldar. Nú eru fleiri hundruð slíkar gryfjur skráðar í Norður-Noregi. (bls. 393) Til að vinna úr þessum heimildum þarf svo kannske að finna upp aðferðir sem aldrei hafði áður verið beitt. Og þá kemur annað til sem sumir fyrirrennar- ar „Annálamanna“ litu hornauga en þeir vildu sjálfir hefja til vegs og virðingar, eins og rómantískir sagnfræðingar höfðu áður gert, og það er ímyndunar- aflið. Það er drifkrafturinn í öllum rannsóknum á fortíðinni. Þetta skín allt í gegn í riti Bergsveins um Svarta víkinginn, eins skýrt og verið getur. Hann er að vísu ekki með neinar heimspekilegar vangaveltur um að for- tíðin sé „ótæmandi“, bókin er heldur ekki vettvangur fyrir slíkt, en hann setur þessa sömu hugmynd fram í einni skáldlegri líkingu, mjög sláandi, þegar hann talar um að vera „að veiðum í Ginnungagapi fortíðar“, og efast ég um að hægt sé að orða þetta betur. Það væri síðan verðugt verkefni fyrir heimspek- ing að vinna áfram úr þessum mynd- hvörfum. Viðhorf Bergsveins til Ginnungagaps- ins og veiðanna er skýrt, hann er á hött- unum eftir einum ákveðnum fiski, honum brennur á vörum áleitin spurn- ing sem hann vill dorga upp svar við, og hún er þessi: hvers vegna er ekki til nein saga um Geirmund heljarskinn, sem þó var sagður „göfgastur allra landnáms- manna“? Hvers vegna er það sem um hann er sagt af svo skornum skammti og reyndar sumt af því tagi að það fær varla staðist, – hann á að hafa verið auð- ugur bóndi með margar bújarðir, en þær voru þó flestar á þeim stöðum landsins sem einna síst eru fallnir til land- búnaðar. Þessi spurning verður smám saman mjög áleitin, og þá ekki síst fyrir þá sök að Bergsveinn er sjálfur afkom- andi Heljarskinns í 29. ættlið, og með sínar dýpstu rætur í því héraði sem var starfsvið ættföðurins. Þetta er því eins tilvistarleg spurning og verið getur. Og um leið og hún hefur verið sett fram spretta upp af henni aðrar spurningar í langri halarófu. Þessi útgangspunktur alls verksins er svo mikilvægur í augum höfundar að meðfram þeirri sögu sem hann segir rekur hann einnig sína eigin rannsóknarsögu kryddaða fjölmörgum litríkum og jafnvel kátlegum atvikum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.