Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 127
TMM 2017 · 2 127
Úlfhildur Dagsdóttir
Samsteypa sagna,
segulbandsupp-
tökur og stökk-
breytingar
Sjón: Ég er sofandi hurð. JPV útgáfa 2016
„En fyrst og fremst er það formsins vegna
að ég festi niður stund og stað, svo þér
sé ljóst hvar við erum stödd og hvenær,
og til þess að gefa þessum upphafskafla
þá vigt og stöðu sem hæfir því sem á
eftir fer – það er að segja svo ekki fari á
milli mála að saga mín kallist á við aðrar
meiriháttar sagnarlistir og hið langa og
síklingjandi nafnakall frá draumkvæðum
á skinnbók til framtíðarkvikmynda, frá
öfugmælavísum til guðspjalla, frá þjóð-
sögum um móra bruggaðan af lyfjum til
innhringds kjaftagangs í dagblöðum, frá
ferðabókum gáfaðra kvenna til teikni-
myndasagna um stökkbreytt börn […]“
(379–380)
Þessi orð sögumannsins Jósefs Löwe
fylgja í kjölfar yfirlýsingar hans um að
hafi tiltekinn atburður „átt upphaf sitt í
Reykjavík fyrsta dag aprílmánaðar árið
nítjánhundruðsextíuogeitt þá gæti það
allt eins hafa gerst hálfum mánuði fyrr“
(379). Við erum því stödd í margföldum
blekkingarvef; 1. apríl er dagur gabbsins
og því óáreiðanlegur í sjálfu sér, að auki
er hann kannski ekki ‚rétt‘ dagsetning.
Upphafskaflinn sem vísað er til er vissu-
lega upphafskafli skáldsögunnar Ég er
sofandi hurð eftir Sjón (Sigurjón Birgi
Sigurðsson), en þó ber að hafa í huga að
hún er þriðja verkið í þríleiknum CoDex
1962 og því er þessi ‚stund og staður‘
upphafsins, sem festur er niður ‚forms-
ins vegna‘, dálítið á reiki.
Allt er þetta svo í takt við sögumann-
inn sjálfan, en í þessari lokabók þríleiks-
ins afhjúpast hann lesendum loks og
reynist hreint ekki sá sem hann hafði
áður sagst vera.
Skáldið Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðs-
son) hefur í verkum sínum unnið mark-
visst með form og formúlur og leikið sér
að því að kollvarpa hefðum og ögra les-
endum með því að segja sínar sögur á
þann hátt sem þeir síst búast við. Í Stál-
nótt (1987) fjallar hann um úthverfa-
menningu ungmenna í formi framtíðar-
vísindahrollvekju, draugasagan Engill,
pípuhattur og jarðarber (1989) er ástar-
saga um andóf og sögulegu skáldsög-
urnar Skugga-Baldur (2003), Argóarflís-
in (2005), Rökkurbýsnir (2008) og
Mánasteinn (2013) eru vissulega stút-
fullar af sögulegum viðburðum og svið-
setningum, en alveg án þess að gefa færi
á línulegu ferðalagi lesanda.
Þríleikurinn CoDex 1962 er að sama
skapi óvenjulegt verk, og í raun einstakt
í íslenskri bókmenntasögu. Tilurð
verksins spannar meira en tvo áratugi,
en fyrsta bókin, Augu þín sáu mig, kom
út árið 1994. Næsta bók, Með titrandi
tár, birtist sjö árum síðar, 2001, og svo
liðu heil fimmtán ár þar til sú þriðja, Ég
er sofandi hurð, leit dagsins ljós. Og sú
bók, eins og áður hefur verið sagt,
hleypir hinum tveimur í uppnám, end-
urskrifar söguna og umskapar sögu-
manninn og aðalpersónuna.
Fyrri bækurnar tvær einkenndust af
samtali tveggja persóna, með áherslu á
sögu sögumannsins í bland við inngrip
U m s a g n i r u m b æ k u r