Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 37
M U S A TMM 2017 · 2 37 sköpun. Sköpun, sköpun og ekkert nema sköpun. Ef til vill ekki hentugt mottó fyrir mann á mínum aldri“. Sköpunin er semsé lífsloftið sjálft. Spurning hvort ekki megi eins tala um sköpunarfíkn. Sem reyndar er jákvæð fíkn, rétt eins og sköpunargræðgin er jákvæð græðgi að mati Sigurðar. Og við þessari fíkn er engin meðferð í boði önnur en fíknin sjálf. Hún ein getur slegið á hin hræðilegu fráhvarfsein- kenni. Það er þessi græðgi eða fíkn sem laðar á vettvang „jákvæðu heimskuna“, annað mikilvægt hugtak í sköpunarferlinu, og um leið mýflugurnar í úlf- aldagerðina. Fyrsta bók rithöfundarins heitir Tabúlarasa. Tabula rasa er einmitt það sem sjálfur skaparinn stóð frammi fyrir í upphafi hinnar fyrstu vinnuviku í heimi – með gott helgarfrí í vændum. Tabula rasa, autt borð, autt blað, þar býr þessi hreinleiki sem laðar fram sjálfa upphafstilfinninguna. Er það ekki einmitt sú tilfinning sem hefur getið af sér svo margt af því besta í allri sköpun? Er þarna komið hið langþráða svar við eilífðar- spurningunni um það hvernig Íslendingasögurnar gátu orðið til. Svo sem tvöhundruð árum eftir upphaf landnáms fundu forforeldrar okkar að þau voru við það að missa upphafstilfinninguna, utanumhaldið, að tabula rasa var að fyllast af allskyns dóti sem margir voru farnir að gleyma hvernig var til komið og til hvers var. Þess vegna var um að gera að skila af sér hlutunum í almennilegri sköpun og sögurnar urðu til úr heimsku sem var svo jákvæð og laus við tilgerð að menn gleymdu meira að segja að láta nafns síns getið. Höfundi Musu, hvort sem hann kallar sig Hann eða Ég, hafði alltaf hentað vel þessi aðferð. Að setjast við tabula rasa, helst í terra incognita, óþekktu landi, hvort sem það land var Portúgal, íslensk tunga, ósýnilega innri söng- konan í SG-tríóinu eða sjálf Sægonborg. Og nú var hann kominn í herbergi 1815 á Metropolitan Hotel í borginni Haikou á Hainan-eyju í Suður-Kína- hafi. Byrjunartilhlökkunin á sínum stað. Aðeins eftir að ganga í gegnum nokkur gömul og gagnleg rítúöl og særingar en síðan kæmi upphafstilfinn- ingin, hann kallar hana reyndar „jáauðvitaðtilfinninguna“ og flæðið getur hafist … En svo allt í einu ekki. Tabula rasa getur nefnilega í allri sinni auðmýkt og með alla sína mögu- leika orðið of yfirþyrmandi, breyst í horror. Horror vacui er þekkt hugtak úr listasögunni, hræðslan við tómarúmið. Þýðir að vísu aðeins annað á þeim vettvangi, löngun til að hylja alla auða fleti með skrauti. En tabula rasa getur kallað fram slíkan horror í stað hinnar jákvæðu upphafstilfinningar. Þegar svo fer leiðir tabula rasa listamanninn ekki yfir á terra firma incog- nita heldur í einhverskonar svarthol eða ginnungagap þar sem hvergi festir hönd eða hug á neinu, allt formyrkvast og hvergi sjást neinir „svifkjarnar“ að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.