Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 7
Þ j ó ð í l e i t a ð þ j ó ð s ö n g TMM 2016 · 3 7 … ekki ort til þess að syngjast af Íslendingum á Íslandi, heldur er það ort til þess að syngjast af Íslendingum í Kaupmannahöfn, eins og menn vita. Hvernig geta menn heima á Fróni t.d. með réttu sungið vísuna „Hafnar úr gufu hér | heim allir girnumst vér,“ o.s.frv.? Það mætti með réttu lagi nefna þetta kvæði ættjarðarsöng íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, og þó er ég sannfærður um það, að margir Íslendingar muni ekki vilja taka undir hnífilyrði þau um náttúru Danmerkur, sem þar standa. Íslensk náttúra er dýrðleg og hennar dýrð verður aldrei sungin um of, en við ættum að vera fúsir á að viðurkenna að víða er fallegt annarsstaðar en heima.17 Margir voru sama sinnis hvað þetta snerti. Ónefndur fréttaritari Alþýðu- blaðsins taldi að hugsanlega væri réttast að taka upp annan þjóðsöng en Eldgamla Ísafold því að Dönum væri í nöp við kvæðið.18 Í blaðagrein rúmum áratug síðar þar sem þjóðsönginn bar enn á góma sagði Guðmundur Þorláks- son bóndi á Korpúlfsstöðum að Eldgamla Ísafold væri „aðeins dágott kvæði eftir gott skáld, en – ekki meira“. Kom þar ekki síst til afstaða skáldsins til Danmerkur: „Og það er einmitt þetta last á góðu landi, sem ég tel megingalla kvæðisins, og hann svo stóran að nægur sé til að gera það algjörlega ótækt sem þjóðsöng vorn; lof einskis vex við það, að lasta annan.“19 Í áðurnefndri grein sinni nefnir Sigfús Blöndal einnig að það kunni að valda ruglingi að sama lag sé þjóðsöngur margra landa. Því til stuðnings rifjar hann upp að eitt sinn er hann var á ferð milli Danmerkur og Íslands hafi landarnir stundum sungið uppi á þiljum og þá meðal annars Eldgamla Ísafold. Þá hafi Englendingar sem einnig voru meðal farþega tekið ofan, þar sem þeir töldu að sungið væri sér til heiðurs. Síðar hafi Þjóðverji komið til sín og beðið hann um að hætta þessum ósóma og vera ekki „að skríða fyrir fótunum á Englendingum“. Niðurstaða Sigfúsar er afdráttarlaus: Íslendingar þurfa nýjan þjóðsöng þar sem Eldgamla Ísafold dugar ekki. Hann telur að ættjarðarsöngur þurfi að hafa þrjá kosti til að bera: 1) að hann sé kjarnyrtur og vel kveðinn; 2) að hann sé stuttur; 3) að lagið sé fallegt og auðvelt að syngja. Og helst vildi ég geta bætt því við, að lagið væri íslenskt eins og kvæðið, en það finnst mér þó mega liggja í léttu rúmi. […] Það geta auðvitað mörg kvæði okkar bestu skálda komið til greina og ýmis lög. Ég hef hugsað nokkuð um málið og skal hér ekki nefna nema það, sem mér finnst best uppfylla skilyrðin, en það er kvæði Bjarna Thorarensens „Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir“. Kjarnyrtara kvæði hefur aldrei verið kveðið á okkar landi og aldrei hefur íslenskri náttúru verið heppilegar lýst í fáum orðum en þar sem landið er kallað í því kvæði „undarlegt sambland af frosti og funa“ – og mætti ekki segja hið sama um þjóðar- lund okkar Íslendinga, – erum við ekki líka margir hverjir „undarlegt sambland af frosti og funa“?20 Það truflaði Sigfús ekki að ráði að við Þú nafnkunna landið væri sungið erlent lag, eftir danska tónskáldið C.E.F. Weyse. Hann bætir þó við að hugsanlega sé hér tækifæri fyrir íslensk tónskáld til að semja „kraftmikið lag og einkennilegt“ við kvæðið, lag, sem „auðvelt sé að syngja, hressandi, fjörugt, magnað og karlmannlegt“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.