Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 11
Þ j ó ð í l e i t a ð þ j ó ð s ö n g TMM 2016 · 3 11 Höfundur lýsti einnig efasemdum um ljóðið og fullyrti að eftir Matthías Jochumsson lægju að minnsta kosti tíu kvæði sem hentuðu betur sem þjóð- söngur, svo ekki sé minnst á kveðskap annarra skálda. Kannski urðu slíkar umkvartanir kveikjan að þeirri hugmynd að nýr þjóðsöngur yrði til í tengslum við Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930. Í minnisbók Sigfúsar Einarssonar, söngmálastjóra Alþingishátíðarinnar, er að finna tillögu þess efnis að efnt skuli til samkeppni um „þjóðsöng, hliðstæðan þjóðarlofsöngnum og til viðbótar við hann“. Ætlunin var að samhliða keppni um kantötutexta fyrir hátíðina gætu skáld sent inn ættjarðarkvæði sem metið yrði af sömu dómnefnd. Því næst skyldi haldin keppni um nýtt lag við vinningstextann og þrjú hlutskörpustu lögin yrðu sungin „í heyranda hljóði á Þingvöllum 1930 af væntanlegum landsflokki“, þ.e. blönduðum kór sem settur var saman fyrir hátíðina. Tveimur eða þremur árum síðar mætti „lög- festa þann þjóðsönginn, er kynni að hafa náð alþjóðar-hylli“.38 Ísland myndi því eiga tvo þjóðsöngva, einn hátíðlegan en annan alþýðlegri. Hinu nýja lagi var ekki ætlað að velta „þjóðarlofsöngnum“ úr sessi, heldur gegna hlutverki þjóðsöngs þegar annars konar lag og texti þætti betur við hæfi. Þessi tillaga Sigfúsar var aldrei gerð opinber og ekkert varð af samkeppni um viðbótar- þjóðsöng árið 1930. Málið dagaði uppi í söngmálanefnd enda var mikið færst í fang með flutning tónlistar á Þingvöllum þetta sumar og fleiri verkefnum varla á bætandi. Þó má vera að hér hafi verið sáð hugmyndinni að lagakeppni þeirri sem fram fór í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar hálfum öðrum áratug síðar. Í mars 1944 var boðuð samkeppni meðal skálda þjóðarinnar um „alþýðlegt og örvandi ljóð, er gæti orðið frelsissöngur Íslendinga“ og höfundum gefinn mánaðarfrestur til að skila kvæðum sínum.39 Hér er ekki talað fullum fetum um þjóðsöng fremur en í aðdraganda keppninnar 1930, en hugmyndin er svipuð – að Ísland eigi bæði þjóðarlofsöng og frelsissöng. Eins og kunnugt er deildi skáldkonan Hulda verðlaunum fyrir besta kvæðið með Jóhannesi úr Kötlum, en í samkeppni um besta lagið bar Emil Thoroddsen einn sigur úr býtum. Má því segja að lag hans við kvæði Huldu, Hver á sér fegra föðurland, hafi verið hinn eiginlegi sigurvegari keppninnar.40 Deilur um þjóðsönginn á lýðveldistíma Oft hefur verið að því fundið að íslenski þjóðsöngurinn sé óhentugur og ýmis rök færð fyrir því að rétt væri að velja nýjan, „léttari og alþýðlegri, svo að ekki sé flestum ofvaxinn, nema snillingum“ eins og Pétur Sigurðsson ritaði árið 1960.41 Gagnrýni á þjóðsönginn virðist jafnvel hafa orðið tíðari síðustu áratugi. Þótt hér sé ekki ætlunin að gera grein fyrir öllu því sem þar hefur verið lagt til málanna er ekki úr vegi að nefna helstu vörður í hinni opinberu umræðu frá stofnun lýðveldisins. Einna minnstur aðdáandi þeirra Sveinbjörns og Matthíasar var Halldór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.