Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 14
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 14 TMM 2016 · 3 Hver á sér fegra föðurland, Land míns föður, Úr útsæ rísa Íslands fjöll, Ísland ögrum skorið og Ísland er land þitt. Þingmennirnir mæltu sérstaklega með hinum tveimur síðastnefndu og fylgdu textar þeirra tillögunni.52 Tillagan mæltist misjafnlega fyrir sem von var. Guðmundi Steingrímssyni þótti bæði fallegt og sérstaða í því fólgin að „hafa þjóðsöng sem er með texta einsog drafandi óráðsíuhjal og laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafæri“.53 Nú hafði Guðmundi Andra Thorssyni líka snúist hugur og lýsti hann sig fylgjandi þjóðsöngnum gamla: „Að skipta um þjóðsöng eftir öll þessi ár er eins og að ætla sér að færa Esjuna og setja þar í staðinn Keili eða Herðubreið eða eitthvert fjall sem okkur þykir vera í smartari sjetteringum við Skuggahverfið: ekki hægt, því miður.“54 Enn var umræðan um þjóðsönginn vakin árið 2011 eftir að Einar Kárason birti pistil um hann á netinu. Jón Gnarr lýsti óbeit sinni á söngnum árið 2015, sagði að það vantaði „meira pepp“, eitthvað sem væri upplífgandi og hvetti menn til dáða, „sem sameinar okkur og minnir okkur á að hvort sem við erum sægreifar á Sauðárkróki, innflytjendur í Breiðholti eða myndlistar- menn á Mýrargötu þá erum við í þessu saman, erum bundin hvert öðru og háð hvert öðru og okkur gengur alltaf best þegar við stöndum saman og vinnum saman.“ Því þurfi þjóðsöngurinn að vera „texti sem allir geta lært og lag sem venjulegt fólk getur sungið“.55 Umræður um þjóðsöng Íslendinga spruttu enn upp í aðdraganda Evr- ópumótsins í knattspyrnu karla sumarið 2016. Ekki var þó þrasað á síðum dagblaða í þetta sinn, heldur á samfélagsmiðlum og voru flestar athuga- semdanna í gamansömum tón. Ef marka má frammistöðu stuðningshópa íslenskra íþróttamanna virðist sem Ó, Guð vors lands henti prýðilega til fjöldasöngs þrátt fyrir allt, að því gefnu að menn taki á honum stóra sínum þegar „farið er upp“ svo notað sé gamalt orðalag íslenskra tvísöngsmanna. Það þarf varla að koma á óvart að þjóðsöngurinn hafi öðlast sinn trygga sess á 21. öld í gegnum eitthvert mesta hópefli okkar tíma – íþróttaleiki. Í hópefli íþróttanna eru umfram allt tilfinningar á ferð, náskyldar upp- hafningu ritúals og trúariðkunar. Þar fær illskiljanlegur textinn jafnvel gildi í tilbeiðslutilgangi; leikvöllurinn er á sinn hátt staður bænahalds og beiðni um blessun á „háskastund“, sbr. það þegar leikmenn krossa sig áður en leikur hefst. Loks má nefna að vettvangur íþróttanna er bundinn almenningi, hann er alþýðlegur í góðum skilningi orðsins, þar mætast allir og faðmast óháð stétt og stöðu. Ekki verður betur heyrt en að kraftmikill söngur Íslendinga á frönskum leikvöllum fótboltasumarið 2016 hafi einmitt haft þau áhrif sem ætlast er til af þjóðsöngvum – að landsmenn hafi „sungið í sig afl og ætt- jarðarást“ eins og Þorsteinn Erlingsson orðaði það fyrir rúmri öld. Kannski hefur knattspyrnan því öllum að óvörum átt sinn þátt í að lengja líftíma hins óvenjulega þjóðsöngs sem íslenska þjóðin kaus sér á sinni tíð eins óformlega og hugsast getur.56 Þó vaknar sú spurning hvort ekki megi gera betur. Ó, Guð vors lands er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.