Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 54
54 TMM 2016 · 3 Soffía Gunnarsdóttir „Á meðan þið í huganum spyrjið um afdrif mín“ Skáldkonan Helga Novak Skáldkonan Helga Novak (1935–2013) var ein úr hópi framúrstefnulegra rithöfunda í Þýskalandi eftirstríðsáranna sem kölluðu sig „Gruppe 47“. Félagsskapurinn var stofnsettur til þess að efla umræðu og koma á framfæri óþekktum höfundum. Þarna las Günter Grass fyrst upp úr „Tintrommunni“ sem gerði hann þekktan á augabragði, en í sama hóp kynnti Paul Celan frægt ljóð sitt „Dauðafúgu“ og uppskar háð, sem í dag er óskiljanlegt, svo hann lét ekki sjá sig þar framar. Helga Novak var með hópnum í New York 1966 og las þar m.a. ásamt hinum þá óþekkta Peter Handke, sem notaði þar tæki- færið sem oftar og „svívirti“ áheyrendur. En Helga Novak var viðriðin annan framúrstefnulegan félagsskap, nefnilega hin íslensku atómskáld og hélt upp á sinn fyrsta forlagssamning í hópi þeirra í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík yfir brennivínstári. Tengsl Helgu Novak við íslenska bókmenntasögu og menningu koma fram í síðustu bók hennar Im Schwanenhals sem út kom 2013 sama ár og hún lést og er síðasta bindi sjálfsævisögulegrar trílógíu hennar. Þar segir hún m.a. frá Íslandsárum sínum 1957–1967. Bókin er samsett úr bréfum og dagbókar- færslum, sem gefa góða mynd af þessu tímabili. Helga Novak ólst upp í Þýska Alþýðulýðveldinu hjá flokkstryggum fóstur- foreldrum við ástleysi svo hún fluttist að heiman 16 ára gömul og meldaði sig sjálfviljug á heimavist. Það má segja að hún hafi verið alin upp af flokknum og að það stjórnarfar og umhverfi sem fóstraði hana hafi alla tíð verið henni bakhjarl og hluti af sjálfsmynd. Hún hefði helst kosið að lifa og starfa í sínu landi, en var gædd skarpskyggni til að sjá í gegnum þann áróður sem daglega var fram borinn og sjálfstæðri hugsun til að velta fyrir sér atriðum sem fram komu í umræðum og áttu ekki upp á pallborðið hjá yfirvöldum. Hún kynntist íslenskum námsmönnum þegar hún var í námi í blaða- mennsku við háskólann í Leipzig. Þar reyndi hún sem best hún gat að lifa sínu lífi og láta sem minnst stjórnast af þeim öflum sem einnig vildu hafa áhrif á einkalíf hennar. Það sem fyllti mælinn var þegar hún var þvinguð til samstarfs við leyniþjónustuna Stasi og átti að njósna um erlenda sam- stúdenta sína, sérstaklega Íslendingana, sem henni var bent á að kæmu frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.