Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 104
104 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Hann notar hvert tækifæri til lestrar og sjálfsnáms og reynir líka að nota þær fáu stundir sem hann hefur lausar til að skrifa sjálfur. Mikilvægur kafli snemma í sögunni sýnir þetta, hann er sendur í kaupstað ríðandi til að kaupa öngla sem eru nauðsynlegir til að feðgarnir geti róið til fiskjar á árabát sem þeir eiga, en gleymir sér í dagdraumum um bækur og skáldskap og kaupir allt nema önglana. Þótt sagan birti sveitasamfélagið í nokkuð jákvæðu ljósi sjá Þorvarður og bræður hans enga framtíðarmöguleika þar. Dalurinn hefur ýmsa sjálfsævisögulega drætti. Ævi Þorvarðar er býsna keimlík ævi Þorsteins sjálfs og það er ekki laust við að Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar komi upp í hugann við lesturinn. Tilfærslan frá veruleika yfir í skáldskap virðist mjög af sama meiði. Undir lok sögunnar hefur höf- undurinn ungi gefið út fyrstu skáldsögu sína á eigin kostnað, rétt eins og Þorsteinn sjálfur. Þrátt fyrir verðlaunin vakti bókin ekki sérlega mikla athygli í dönskum bókmenntaheimi. Oscar Geismar, sem skrifaði marga ritdóma um dansk- íslenska höfunda, skrifaði þó jákvæðan ritdóm í Kristeligt Dagblad þar sem hann setur bókina í samhengi við danskar átthagabókmenntir: Eru þetta þá íslenskir átthagar, í stíl við þann fjölda bóka sem við eigum í Danmörku í þeirri bókmenntagrein? Vissulega er „Dalen“ átthagabók, en menningarsögulega er hún sérlega áhugaverð þar sem hún opnar dönskum lesendum sýn inn í fjarlægt og framandi svæði, og hvað listrænt og manneskjulegt gildi bókarinnar er hún á mjög háu plani.“5 Þessi ummæli eru dæmigerð fyrir danska ritdóma um verk dansk-íslenskra höfunda, enda var Oscar Geismar vel kunnugur verkum Gunnars Gunnars- sonar.6 Geismar hrósar að vísu bókinni ekki bara fyrir þá innsýn sem hún veitir í hinn framandi heim Íslands heldur einnig fyrir listrænt gildi. Um þetta voru þó ekki allir ritdómarar sammála. Í Aalborgs Amtstidende birtist áhugaverður ritdómur eftir annan dansk-íslenskan höfund, sem raunar átti margt sameiginlegt með Þorsteini. Bjarni M. Gíslason virðist öðrum þræði vera að svara dómi Geismars þegar hann segir um bók landa síns: „En eins og svo margar átthagabækur, sem einkum byggja á raunsæi á ytra borði, virkar þessi bók meira á yfir- borðinu en á dýptina. Ef maður nymi brott íslensku nöfnin og setti önnur í staðinn gætu persónurnar verið frá hvaða dal sem er í heiminum.“7 Ágreiningur ritdómaranna tveggja er áhugaverður. Geismar og Bjarni virðast vera algerlega sammála um að nota þjóðerni höfundarins sem mæli- kvarða á verk hans. Það er úrslitaatriði fyrir þeim báðum hvort lýsing Þor- steins á átthögum sínum sé ekki bara sönn eða raunsæ, heldur að hún sé séríslensk. Henning Kehler skrifaði um bókina í Berlingske Tidende. Hann ber Þor- stein saman við aðra dansk-íslenska höfunda, Þorsteini í hag:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.