Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 105
A l l t a f s a m a s a g a n TMM 2016 · 3 105 Þótt þetta sé ekki frábær skáldsaga er þetta verulega góð skáldsaga […] Málið á henni er ekki stórkostleg, en villulaus danska. Hvort sem það er nú vegna þess að bókin hefur verið yfirlesin af öðrum eða vegna þess að Þorsteinn Stefánsson hefur betra eyra fyrir dönsku en sumir þeirra kollega hans frá Íslandi sem skrifa á dönsku sem enn sem komið er eru frægari en hann.8 Þetta er nokkuð tvíeggjað hrós. Þorsteini er hrósað fyrir gott vald á dönsku, en um leið er gefið í skyn að hann hafi ekki samið bókina einn og óstuddur. Þarna er væntanlega verið að vísa til þess sem Þorsteinn sagði sjálfur í við- tali, „Einungis vegna aðstoðar konu minnar hefur mér tekist að ljúka þessu verki“, en Astrid, eiginkona Þorsteins var rithöfundur sjálf eins og áður sagði.9 En það er sannarlega óvenjulegt að sjá það gefið í skyn að karlmaður hafi ekki getað skrifað bók nema vegna þess að kona standi að baki honum og stýri penna hans. Á hinn bóginn eru óteljandi dæmi í bókmenntasögunni þar sem körlum eru þökkuð verk kvenna. Alltaf sama sagan Endurritanir af ýmsu tagi hafa lengi vakið athygli þeirra sem fást við bók- menntasögu og þýðingafræði. Textar ferðast milli tímabila, tungumála og menningarheima á margvíslegan hátt og taka alls kyns umbreytingum á þeim ferðalögum. Slík tilfærsla er oft forvitnileg og getur sagt okkur margt um samhengi textanna, bæði hið upprunalega samhengi frumtextans og þá ekki síður það samhengi sem hinn umbreytti texti kemur inn í og er alltaf að einhverju leyti sniðinn að. Rannsóknir Jóns Karls Helgasonar á Njálu og fjölmörgum höfundum hennar er þekktasta dæmið um slíkar rannsóknir í íslensku samhengi, en Jón Karl hefur í rannsóknum sínum sýnt okkur hvernig lykiltexti eins og Njála getur af sér aðra texta bæði innan hefð bund- inna bókmenntagreina og utan þeirra.10 Þegar endurritanir eru kannaðar er, eðli málsins samkvæmt, algengast að hverri nýrri gerð hins upphaflega texta fylgi nýr höfundur og/eða þýðandi sem mótar hann og hefur að einhverju leyti áhrif á hið nýja samhengi hans. Hitt er líklega óalgengara að sami höfundur endurriti eigin texta aftur og aftur á fleiri en einu tungumáli. Þetta er þó saga Þorsteins Stefánssonar og verðlaunasögu hans. Upphafið að rithöfundarferli Þorsteins í Danmörku lofaði góðu og var í sjálfu sér ekki frábrugðið upphafi ferils margra annarra ungra höfunda. Það varð á hinn bóginn nokkur bið á því að fleiri bækur kæmu frá hendi hans. Fjórum árum eftir að Dalen kom út, 4. og 5. maí 1946, birtust tvær, næstum samhljóða greinar í Tímanum og Alþýðublaðinu sem greinilega eru byggðar á fréttatilkynningu frá Þorsteini sjálfum. Þar er boðuð næsta skáldsaga hans, Heitbaugurinn sem á að koma út hjá Bókfellsútgáfunni á næstu misserum. Á því varð þó nokkur bið að sú skáldsaga kæmi út. Næsta frumsamda bók frá hendi Þorsteins kom út árið 1949 þegar hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.