Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 108
108 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? Sögurnar tvær fengu ágætar viðtökur í dönskum dagblöðum og það er ekki að sjá að ritdómarar hafi gert sér grein fyrir því að sagan var endur- unninn úr skáldsögu sem fyrst kom út árið 1942. Þetta er næsta ótrúleg útgáfusaga, sami textinn verður höfundinum hrá- efni í fjórar skáldsögur á dönsku, tvær á íslensku og eina á ensku; það eina sem breytist milli útgáfna er uppröðun einstakra kafla, kaflaheiti og milli- fyrirsagnir. En þar með er ekki öll sagan sögð og nú víkur sögunni aftur að skáldsögunni sem boðuð var í íslenskum dagblöðum vorið 1946. Heit- baugurinn kom loks út árið 1976, fyrst í enskri útgáfu, The Engagement Ring, og árið eftir á dönsku undir titlinum Forlovelsesringen, báðar útgáfurnar gefnar út af forlagi Þorsteins og Birgitte, sem þá hafði skipt um nafn og nefndist BHB‘s Icelandic World Literature. Árið 1986 kom svo framhald þessarar sögu út á dönsku og nefndist Men det koster. Íslensk þýðing þessara sagna kom ekki fyrr en á tíunda áratugnum, Heitbaugurinn árið 1993 og En það er ekki ókeypis árið 1996. Sögurnar tvær eru að mestu sagðar frá sjónarhóli Daníels, ungs Íslendings sem nemur málaraiðn í Kaupmannahöfn. Hann fer trúlofaður utan og fyrri bókin lýsir lífsbaráttu hans í þrjú ár sem hann dvelur þar án unnustu sinnar. Í bakgrunni er vinur hans, Steindór, sem dreymir um að verða rithöfundur og skrifa á dönsku. Hann fer á lýðháskóla og reynir lengi að koma sér á framfæri án árangurs og vinnur um skeið sem uppvaskari á hóteli. Í seinna bindinu er unnusta Daníels komin til hans og þau búa saman í Kaupmanna- höfn. Steindór giftist danskri konu sem líka er rithöfundur. Sjálfum gengur honum ekki eins vel að koma sér á framfæri en þó fer svo að fyrsta skáldsaga hans sem gefin er út fær H.C. Andersen-medaillen og er í kjölfarið gefin út af dönsku forlagi. Þannig birtist Þorsteinn sjálfur óbeint í sögunni, hún verður eins og óbeint framhald af Dalnum. Á löngum köflum í bókinni er líka eins og Steindór taki söguna yfir, bréf milli hans og foreldra hans mynda meginstofninn í síðari hluta sögunnar og þá er engu líkara en hann og rithöfundarferill hans sé aðalsöguefnið. Þar gægist líka fram biturð í garð annarra Íslendinga: Nokkrum vikum seinna var sá orðrómur á reiki í íslenzku nýlendunni, að verð- launasagan væri ef til vill vel skrifuð, ef til vill ekki. Hvað viðvék H.C. ANDERSENS BÓKMENNTAVERÐLAUNUNUM, þá hefði þetta eingöngu verið gert vegna þess, að Danir óskuðu að sýna Íslandi vinsemd eins og nú væri ástatt. En auðvitað, Steindór heyrði heldur ekki til háskólaklíkunnar í Kaupmannahöfn.14 En þar með er enn ekki öll sagan sögð, Þorsteinn átti enn eftir að senda frá sér skáldsögur. Árið 1983 kom út á dönsku skáldsagan Vinden blæser. Þar er sögð saga Kidda, sem í upphafi sögunnar er niðursetningur í íslenskri sveit. Hann dreymir um að læra að spila á harmóniku og fósturforeldrar hans aðstoða hann við að láta þann draum rætast. Þegar hann flytur að heiman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.