Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 112
112 TMM 2016 · 3 Olga Alexandersdóttir Markelova Að kanna heiminn uppá nýtt Ég ólst upp í umhverfi þarsem bara var talað eitt tungumál og þarsem góðar ljóðabækur voru margar. Ég hef ort ljóð og vísur á rússnesku alveg síðan ég man eftir mér. Á æskuárunum orti ég slatta af ljóðum á dönsku (á þeim tíma lærði ég hana í háskólanum í Moskvu). Þetta var gert hálfpartinn í tilraunarskyni og hálfpartinn vegna þess að ég fékk innblástur eftir að ég hafði fengið að lesa mikið af sígildum dönskum ljóðum. Enn man ég eftir tilfinningunni sem ég upplifði við að setja saman braglínur á öðru tungumáli frekar en mitt móðurmál. Þetta var næsti bærinn við að kanna heiminn uppá nýtt … Dönunum sem fengu að skoða þessar ljóðatilraunir fundust þær vera meira inní rússnesku ljóðahefðinni, en ekki þeirri dönsku, – en þeir tóku engu að síður vel í þetta. Fyrstu tilraunirnar til að yrkja á íslensku voru á árinu 2002, og þá var ég byrjuð í námi í HÍ. Á þeim tíma var ég eins og e.t.v. flestir útlendingar, hrifin að hefðbundnum forníslenskum kveðskap. Íslensku ljóðin mín voru nokkrar frumstæðar stælingar á dróttkvæðum, á frekar bjagaðri íslensku, og ég hef aldrei sýnt þau neinum síðan. Smám saman fór ég að kynna mér íslenska nútímaljóðlist og kynntist mörgum góðum skáldum. Það hjálpaði mér að ná betri tökum á ljóðagerð á íslensku, – og einnig að öðlast meiri skilning og virðingu fyrir mínu eigin móðurmáli og tjáningarmöguleika þess. Helstu yrkingaraðferðir í rússnesku og íslensku ljóðahefðinni eru ólíkar. Íslenski hefðbundni kveðskapurinn gengur mikið út á stuðlun (sem getur verið ósköp þægilegt fyrir byrjendur: það er hægt að binda orð og hugtök saman við fyrstu bókstafina). En aðal„burðargrind“ rússneska ljóðsins er hinsvegar endarím; í þeim einstöku tilfellum þegar um er að ræða stuðlun þá er það bara til skrauts. Oftast yrki ég þó í óbundnu máli – en slík ljóð hafa líka sína séreiginleika. Frá mínum bæjardyrum séð er uppistaða þeirra merking og tónfall. Það er ekki erfitt að giska á að tónfallið í íslenskunni er mjög frábrugðið rússnesku, og sama gildir um nokkur merkingarbær hugtök. Stundum þýði ég rússnesku ljóðin eftir sjálfa mig á íslensku, en flest íslensku ljóðin eru þó frumsamin. Þetta á sér ástæður, því sumar hugsanir er bara hægt að tjá á einu tilteknu tungumáli, ekki öðru. Það vill t.d. svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.