Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 118
118 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? býflugnarækt og íslenskunámi. Sem skáld er ég tungumálaöfuguggi, og þessi langi titill með fjölatkvæðisorðum gefur mér tækifæri að hleypa hugtökunum „vistmálfræði“ og „býflugnarækt“ inn í þetta rými. Mér finnast bæði hugtökin vera við vegamótin þar sem reynsla mín mætir reynslu Melittu Urbancic af því að vera listamaður af erlendum uppruna sem býr og starfar á Íslandi. Býflugnarækt: Listin og vísindin að rækta alibýflugur. Vistmálfræði: Þessi vaxandi grein, vistmálfræði, er mikilvægur sjónarhóll til að kanna fylgnina milli vistkerfa og tungumála, meðal annars hvernig málnotkun varpar ljósi á gagnkvæm áhrif milli fólks og umhverfis þess. Bý: hálf-orð, ekki-alveg-orð, næstum-orð í íslensku. Með því að setja þessa tvo bók- stafi hlið við hlið blikka ég til ég bý hér, býflugu, ensku samyrðanna bee (býfluga) og to be (að vera), sem og enska orðsins by (við, skapað af), sem lítur næstum eins út. Í bý mætast tvö tungumál. Og inni í bý stíga viðfangsefnin dvöl, býflugnarækt, máltaka, og höfundarhugtakið vaggdans (svo ég sletti býflugnaræktunarmáli). Ólík menning okkar frævir hver aðra þegar listamenn af erlendum uppruna sem dvelja á Íslandi nema nýtt tungumál (íslensku) og þróa með sér áhuga á því að rann- saka, að þrjóskast með sína остранение/ostraneníje (svo ég sletti rússneska orðinu yfir framandgervingu), og fyrir því að vera aðraður (að vera annars konar, eða öðruvísi). Með því að taka þátt í útlendu tungumáli eða samfélagi tökumst við á við mismun í sjálfinu. Þessi gagnkvæmu áhrif bera einkenni hvers einasta sambands – öll spennan þegar okkur finnst við sjálf vera öðruvísi en við ímyndum okkur að við séum. Eins og með elskendur, sjáum við okkur með augum þeirra, heyrum með eyrum þeirra … Með eyrun úttroðin af öðru tungumáli – tónfallinu, málfræðinni, mismun í tíðni ein- stakra hljóða – kortlegg ég eigin munn upp á nýtt. Ég læri að rúlla r-um. Ég læri að anda dimma l-inu út um kinnina. Kviðurinn sogast inn í sjálfan sig í hvert sinn sem ég blæs fram tvöföldu k-i. (Takk!) Mér er óglatt þegar ég reyni að blása inn/blása út hn-unum mínum. Og ég skýt fólki í kringum mig skelk í bringu þegar ég jáa-á-innsoginu. Á Íslandi og í íslensku „aflæri“ ég framburð. Ég aflæri það sem ég held að ég viti um eigin munn. Ég hef ekki aðeins færst úr stað á hnettinum, heldur einnig innan eigin líkama gegnum samband mitt við hlustun, skilning, og segðir. Líkömnuð endurbygg- ing tungumálsins hliðrar því hvernig ég skrifa á móðurmálinu, og gefur mér forvitni til að kanna nýja tungumálið sem rithöfundur. Það hvernig fólk kortleggur hljóð á sér sjálfu – með tungumálum, landslagi, merkingu, hugmyndafræði – er áskorun til mín um að endurmeta það sem ég þykist þekkja. Til dæmis kem ég því sem ég þekki sem stone fyrir í huga mér og segi í staðinn stein. O skorar ei á hólm. Ég breyti því sem ég eitt sinn bar fram sem æ í ey. Stein er Gertrude Stein er Gertrude Steyn er Gertrude Steinn. Hvernig verður stone að stein? Og hvernig tengjast litlar en mikilvægar hliðranir á hljóði og útliti tungumálana við raunverulegu fyrirbærin sem þau vísa til? Áhugi minn á íslensku hefur breytt því hvernig ég tekst á við landið, við líkamann. Að takast á við land og líkama er alltaf, óhjákvæmilega, að takast á við tungumálið því það er að stórum hluta gegnum tungumálið sem við skynjum líkama og land. Við komuna hingað fer maður í gegnum skrifræðisflækjur og menningaráfall, eins og svo oft hefur verið tæpt á. Hvert og hvernig sem fólk flytur, þá er það alltaf erfitt, og erfiði hvers og eins er af ólíkum toga. Ástæðurnar fyrir flutningnum eru mismunandi. Ástæðurnar til þess að fara. Ástæðurnar fyrir því að dvelja áfram. Ástæðurnar fyrir því að vera. Læra á menningarhegðun nýs samfélags. Læra tungumál. Læra á landslag, veður. Læra á mat. Jafnvel býflugum reynist erfitt að dvelja hér yfir veturinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.