Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Page 123
H u g v e k j a TMM 2016 · 3 123 foreldrar þess kost, áður en þeir velja nafn afkvæmisins, að leita til auglýs- ingastjóra einhvers stórfyrirtækis og reyna að komast að samningum við hann. Ef það tekst mætir hann í skírnar- veisluna ásamt fulltrúa „Lofts“ eða „Kára“ og syngja þeir saman skírnar- brag í dúett, barninu til heilla. Um þetta er skýr lagarammi, og er samningurinn fólginn í því að fyrirtækið lánar barninu sitt nafn og greiðir foreldrunum ákveðna upphæð – sem er að sjálfsögðu samningsatriði og fer eftir auglýsinga- stefnu fyrirtækisins svo og samkeppn- inni hverju sinni – í staðinn er þessi nýi einstaklingur skuldbundinn til að bera þetta nafn upp frá því við öll tækifæri, án nokkurra annarra heita, hvorki gælu- nafna né auknefna, og klæðast fötum með nafni og merki fyrirtækisins – og kannske auglýsingavígorðum þess líka – sem það selur honum á hagstæðum kjörum. Rík áhersla er á það lögð að aldrei verði annað nafn notað í daglegu lífi. Einnig verður hann að vera reiðu- búinn til þjónustu ef fyrirtækið skyldi leggja út í auglýsingaherferð. Þar sem fyrirtækið er að sjálfsögðu eigandi nafnsins, verður sá sem það ber að skipta um nafn ef fyrirtækið skyldi gera það, til dæmis með því að sameinast einhverju öðru fyrirtæki og taka upp nýtt heiti fyrir samsteypuna. Ef stjórn fyrirtækisins lítur svo á að sá sem nafn þess ber hafi ekki gegnt þjónustu við það sem skyldi, til dæmis með því að ganga dags daglega undir einhverju við- urnefni svosem „Bóbó“, getur það tekið nafnið aftur, það gildir einnig ef hann skyldi komast í tæri við réttvísina, og er þá einstaklingurinn nafnlaus. Hann getur ekki lengur tekið sér venjulegt nafn eins og „Jón“ eða „Guðrún“, þegar hann, eða öllu heldur foreldrar hans, hafa einu sinni gert samning við fyrir- tæki, því það hefur Samkeppnisráð stranglega bannað – ef sá kostur væri fyrir hendi væri hann nefnilega í of sterkri stöðu gagnvart fyrirtækinu og hætta á að hann tæki samninginn ekki nógu alvarlega. Eina lausnin er sú að hann reyni umsvifalaust að ná samningi við eitthvert annað fyrirtæki um að hann megi taka upp nafn þess, en við slíkar aðstæður eru auglýsingastjórar yfirleitt ekki samvinnuþýðir. Að öðrum kosti er hann nafnlaus og dottinn út úr samfélaginu, hann er „ó-persóna“. Þessi nýja tilhögun mannanafna hefur fjölmarga kosti í för með sér. Menn eru nú með öllu lausir úr klafa hinnar fornu íslensku nafnahefðar sem komin var út úr torfkofunum og lyktaði af mold og kæstri skötu. Reyndar eru menn að sjálfsögðu frjálsir til að skíra slíkum nöfnum skuldbindingalaust eins og áður, en þá þurfa þeir að hafa aðgát; ef einhver vill skíra dóttur sína „Þór- dísi“ eftir ömmu hennar, kemst hann kannske að því að nú er þetta nafn á snyrtistofu, einkaréttur hennar og skírnin er háð samningum við hana. En þetta er aukaatriði, kjarni málsins er sá að þegar menn ganga til dæmis um götur Reykjavíkur sjá þeir hvarvetna á mönnum merki um frjálst og blómlegt efnahagslíf. Þeir mæta mönnum sem bera hróðugir og fyrir allra augum nöfnin „Hressó“, „Arion banki“, „Eymundsson“, „Manía“, „Jómfrúin“, „Sáning“, „Samherji“, „Timberland“, „Mál og menning“, „Domus Nova“ og „Wow“, og svona má lengi telja. Þessi fyrirtækjavæðing manna- nafnanna stuðlar nú mjög að því að leysa þau vandamál sem einkavæðing andrúmsloftsins kann að valda. Reynd- ar gildir það ekki um þá sem geta ekki staðið í skilum með afnotagjald, allir sem einn berjast hagfræðingar gegn því að fyrirtækin sem þeir heita eftir veiti þeim nokkra aðstoð og rústi þannig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.