Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 136
U m s a g n i r u m b æ k u r 136 TMM 2016 · 3 tónlistarinnar. Og verðum vitni að ein- manalegum drykkjustundum föður hans með Megas í eyrunum. Tónlistin skiptir miklu máli í nútímahluta bókar- innar, mikið er vitnað í söngtexta og sagt frá upplifunum og hugljómunum henni tengdri. III Á sjálfum fæðingardegi Þórbergs sem seinna varð líka dánardagur William Heinesens; svoleiðis dagar rúma allt: hafið, himinhvolfið, skáldskapinn. (Birtan á fjöllum 17) Hugljómanir er mikilvægt orð til að hafa í huga þegar við tölum um stíl, eða kannski frekar efnistök, Jóns Kalmans. Eitt af hans eftirlætissbrögðum er að tengja saman hið stærsta og hið smæsta. Það sem hrærist innra með manninum og alheiminn sjálfan: … einungis í upphafi sem orkufram- leiðsla ástarinnar er svo mikil og stríð að allir erfiðleikar virðast gufa upp, verða að engu. Síðan hægist á. En hitinn getur þó verið áfram til staðar, liggur djúpt og er jafnvel nægur til að hita plánetur … (184) Það er þá Prefrontal cortex sem tók ákvörðun um að slá Ara, en Jakobi er vorkunn, að sama svæði stjórni dóm- greind, tilfinningum og forsjálni, það fer ekki vel saman, hlýtur eiginlega að flokk- ast sem hönnunarmistök, því dómgreind, tilfinningar og hið vitræna búa hvert á sinni plánetunni, eru tæpast í sama sól- kerfi, ekki er að undra að okkur gangi jafn illa að fóta okkur, séu úr lagi gengin, heimurinn hart leikinn. (153) Og hugsaði líka, lífið er þá fallegt! En síðan hafa liðið mörg ár. Um það bil þrjúþúsund (Fiskarnir 233) Stílbragð, já, en algerlega samgróið heimsmynd bókanna. Allt tengist, og það er sálin og fegurðin sem á sér sam- hljóm í óravíddum geimsins og stjörn- unum. Þetta er það sem er. Það sem verðmætt er. Hugsun sem endurómar í margívitnaðri staðhæfingu Mahlers um að sinfóníur skuli endurspegla alheim- inn. Hugmynd sem á sér hliðstæðu í læknislist gullgerðarmanna eins og Paracelsusar. Maðurinn sem smækkuð mynd heimsins. Stundum hvarflar að lesandanum að Jón Kalman ofnoti þetta stílbragð. Og sé kannski almennt of óspar á orð eins og „hjarta“, „stjörnur“ og „alheimur“. En um leið grípur mann tilfinningin að þegar maður hugsi þannig sé maður að ganga í lið með hrúðurkörlununum óhamingjusömu, taka afstöðu gegn text- anum. Og maður leyfir sér að ganga Jóni á hönd. Það er þess virði. IV Það er ekki hægt að gera neinar kröfur til þeirra sem vinna og leggja sig fram við það, ekki hægt að ætlast til þess að þeir hafi tíma til að taka eftir sársauka lífsins, hafi tóm til að ræða það sem er viðkvæmt, þvæi tæplega hrærum við steypuna saman með sársauka og tárum, ekki byggjum við undir vatnsbretti með tilfinningum: Jakob greip hallamálið, bar það upp að einhverju og sá að allt var rétt. (142) Um hvað er Jón svo að fjalla í þessari miklu sögu? Hugur lesandans staldrar fyrst við andstæðu og togstreitu hvers- dagslífs og brauðstrits við heim tilfinn- inga, sköpunar, lista og tilfinninga. Þetta síðarnefnda er varnarþing höfund- ar, hann og fulltrúi hans, sögumaður- inn, er talsmaður þeirra persóna sem gangast því á hönd. Því þetta stríð er að mun meira leyti háð milli fólks en innan þess. Við horfum á glímu sægarpsins Odds og Margrétar konu hans um sál og framtíð sonarins Þórðar frá sjónarhóli hennar. Margrét er þungamiðja fortíðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.