Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 142
U m s a g n i r u m b æ k u r 142 TMM 2016 · 3 hendi að slökkva neistann áður en hann yrði að óviðráðanlegum skógareldi, og svo má heldur ekki gleyma því að það skiptir miklu máli, bæði fyrir nálæga og fjarlægari framtíð, hvenær styrjöld skell- ur á og í hvaða stöðu. Þótt menn byggjust við því að stríðið yrði stutt, gerðu glöggir menn sér grein fyrir því að nú voru þáttaskil í sögu álf- unnar. Dæmi um það er kvæðið „Litli bíllinn“ eftir Guillaume Apollinaire, sem mun hafa verið ort áður en skáldið gekk í herinn, í apríl 1915. Þar segir meðal annars (og er rétt að geta þess að dagsetningin í byrjun er vitlaus, hún á að vera 31. júlí; hafa margar kynslóðir bókmenntafræðinga gengið sér til húðar í glímunni við þessa gátu, án árangurs hingað til): 31. dag ágústmánaðar 1914 lagði ég af stað frá Deauville skömmu fyrir miðnætti í litla bílnum hans Rouveyre (…) við kvöddum heilt tímabil óðir risar hófu sig yfir Evrópu gráðugir fiskar risu upp úr djúpunum þjóðirnar komu hlaupandi til að kynnast út í æsar hinir dauðu skulfu af ótta í sínum myrku vistarverum (…) Og þegar við komum til Parísar (…) um leið og festar voru upp tilkynningar um herútboð þá skildum við félagi minn og ég að litli bíllinn hafði borið okkur inn í nýtt tímabil og þótt við værum báðir fullþroska menn vorum við samt nýfæddir. Kannske finnst mönnum íslenski þáttur verksins fróðlegastur, enda er hann að verulegu leyti óplægður akur. Þar kenn- ir margra grasa, og fannst mér ekki síst markvert að lesa um tillögur Sveins Björnssonar um „almenna dýrtíðar- hjálp“ á alþingi 1915 og deilurnar kring- um þær (bls. 199–203). Hugmyndin var sú að veita hverri fimm manna fjöl- skyldu sem á hjálp þyrfti að halda einar 80 krónur og fjármagna þessar greiðslur með útflutningsgjaldi á kjöt, ull og fisk og fleiri vörur. En þessi tillaga olli miklu fjaðrafoki í þingsölum, þingmenn bænda risu upp og mótmæltu harðlega, einn þeirra hvatti þéttbýlisbúa einfald- lega til að spara og kaupa ódýrar vörur og bætti við: „Það er fallegri og menni- legri aðferð, en að fara í vasa annarra og lifa af þeim.“ Hann sagði að sá hugsun- arháttur virtist búa að baki tillögunni „að best sé að ala hér upp ósjálfbjarga ómenni“. Annar þingmaður, og prestur að auki, bætti um betur og sagði að ef hlaupið yrði undir bagga með kaupstaðarbúum ykist enn meir aðstreymið í þéttbýlið, þar sem „aðgerðarleysið drottnar“, síðan lýsti hann því sem gerast myndi með svofelldum orðum: „Menn myndu hugsa sem svo: Við skulum fara til Reykjavík- ur eða Akureyrar, þá fáum við svo eða svo mikið ókeypis, og þurfum ekkert fyrir lífinu að hafa.“ Affarasælast sé „að hver bjargi sér sem hann er maður til, án þess að þiggja beinar gjafir“, ella drægi úr „siðferðisþreki“ þjóðarinnar og „sjálfsbjörgunarfýsn“. Afskaplega hljómar þetta nú kunnug- lega á vorri frjálshyggjuöld. Voru þarna á ferð gamlir bændafordómar eða var þetta fagnaðarerindi „auðfræðinnar“? Sennilega hvort tveggja. En mér varð hugsað til ömmu minnar, bláfátækrar verkamannskonu í stöðugum skugga atvinnuleysisins, sem var svo heppin að systir hennar var gift bónda í Þingeyjar- sýslu, því gat hún sent yngstu dóttur sína þangað til að létta á ómegðinni. Þessi íslenski þáttur verksins er ekki síður fjörlega skrifaður en hinn erlendi, en stundum sækir að lesandanum sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.