Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 19
Í d a g e r f e n g i t í m i d ý r a n n a o g e n g i n n t í m i f y r i r l j ó ð TMM 2016 · 4 19 en að skrifa – ég átti yngri bróður og fannst ég bera ábyrgð á því að honum leiddist ekki. Maður lítur stórt á sig! Fyrsta skrifaða sagan varð til þegar ég var átta ára, held ég. *** Viltu segja mér frá skólagöngunni? Ég gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og síðasta veturinn hékk ég á bókasafninu og las íslenskar bækur. Áður hafði mér þótt skemmtilegt að læra allt nema stærðfræði en allt í einu þrengdist áhugasviðið og ég hafði bara áhuga á bókmenntum. Ég skrifaði ritgerð hjá Páli Valssyni um Flat- eyjar-Frey eftir Guðberg Bergsson og ritgerðaskrifin tóku yfir. Ég tók áfanga í skapandi skrifum hjá Jóhönnu Sveinsdóttur [rithöfundur og kennari, 1951– 1995] – það var sjúklega skemmtilegt. Yfir skólanum léku listrænir vindar, í skólablöðum birtu nemendur ljóð og sumir gáfu út ljóðabækur. Eftir menntaskóla hefði ég getað byrjað að skrifa en ég kaus að fresta því. Ég var á móti ungskáldum og ungu skapandi fólki. Kannski óverdósaði ég á stemmingunni í MH. Inní mér grét ég af pirringi yfir ljóðum sem ég heyrði stelpur eða stráka lesa á listrænan hátt – af tilfinn- ingalegu offorsi var ég á móti ungri ljóðlist sem ljómar af sjálfsánægju eða sjálfsvorkunn. Mér fannst ég þurfa að eldast áður en ég gæfi út. Ég veit ekki hvort það dugar til í mínu tilfelli. Þessi ljóðræna dómharka er ansi erfið og hún batnar ekkert með árunum. Mér fannst ég þurfa að byggja mér upp við- nám gagnvart því sem ég ætlaði mér, að skrifa, og vildi beina hinu skapandi flæði í gegnum erfiðar hindranir. Nýlega spurði ég mig: hvað ef ég hefði slakað á og leyft sköpunarþránni að flæða hindrunarlaust? Það hefði líka verið áhugavert og þangað er ég komin núna: tuttugu árum síðar, fjörtíu og þriggja ára gömul, tilbúin að láta skáldskapinn flæða án hindrana sem ég reisi mér sjálf. Samt finnst mér enn áhugaverðast að finna fyrir viðnáminu. Bækurnar mínar eiga ekki að ganga algerlega upp eða vera sjálfsagðar. Þær eiga að innihalda tímaskekkju, eins og tímalausar tímasprengjur, það á að heyrast sakleysislegt tikk takk tokk: svo löngu síðar kemur kannski sprenging. Viltu segja mér meira af skólagöngunni? Ég lærði heimspeki og bókmenntafræði í Háskóla Íslands en bókmennta- fræðin fór of nærri skáldskapnum. Ég hélt til náms til að mynda þessa spennu sem mér fannst nauðsynleg áður en ég færi að skrifa og til að þjálfa hugann í heimspeki í eitt ár – ég ætlaði ekki að ljúka gráðu heldur fara að skrifa, verða vitavörður, bréfberi, bókavörður, finna mér klassískt starf rit- höfundar. Að ári loknu fannst mér spennan ekki vera orðin næg, ég ekki nógu undirbúin svo ég ákvað að taka ár í viðbót í nám … en þau urðu tíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.