Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 134
U m s a g n i r u m b æ k u r 134 TMM 2016 · 4 sögum Ólafs og tala um ofdramb, eða hubris, en líklega er nærtækara að skoða örlög sögupersónanna í ljósi þeirrar gagnrýni á hefðbundnar hugmyndir um ríkjandi karlmennsku sem gengur eins og rauður þráður í gegnum höfundar- verk Ólafs Gunnarssonar, allt frá ann- arri skáldsögu hans, Ljóstolli, sem kom út árið 1980. Þessi gagnrýni er sett fram á kröftugan, stundum næstum yfirdrif- inn hátt. Það er eitthvað tröllslegt við karlana í sögum Ólafs, þeir eru líkam- lega sterkir og áhugamál þeirra tengjast hefðbundinni, ýktri karlmennsku, hnefaleikar, kraftlyftingar, bílar og við- skipti. Þrátt fyrir ytri stærð valda þeir ekki hlutverki sínu, þeir kikna og brotna, undan ábyrgð, eigin draumum og væntingum, og síðast en ekki síst andspænis konum. Þetta á við næstum alla karlana í Syndaranum, þeir glata öllu sínu; ef ekki lífinu, þá að minnsta kosti veraldargengi sínu og/eða orð- spori. Hvergi birtist þetta skýrar en í per- sónu Illuga sjálfs og hér gerist nokkuð óvænt. Athafnasemi og einæði Illuga fær útrás í listinni en sú sköpun virðist ekki göfga hann á nokkurn hátt. Rétt eins og athafnasemi annarra karla í sögu Ólafs hefur list Illuga ekkert mark- mið annað en að upphefja hann sjálfan og veita honum útrás. Þótt viðfangsefn- in séu söguleg og pólitísk er það nánast aukaatriði; það sem öllu máli skiptir er hvernig honum tekst að ganga á hólm við meistara fyrri alda og um leið að skara fram úr samtímamönnum sínum í listinni. Athafnasemin, hvort sem er á sviði viðskipta eða lista, snertir konurnar í sögunni með ólíkum hætti. Blaðakonan Helga heillast af Illuga sem málara, ekki sem karlmanni, honum til sárra von- brigða. Hún gerist lærisveinn hans, byrjar á að blanda liti „eins og gert var á miðöldum“ en fer fljótlega að aðstoða við að mála einstaka fleti á málverkum og málar jafnvel sjálfstætt verk sem Ill- ugi merkir sér og selur. Smám saman fer hún að líkjast meistara sínum. Ofkeyrsla við vinnu fyrir hann virðist ástæða þess að hún missir fóstur og undir lok sög- unnar kemur í ljós að hún hefur „smit- ast“ af Illuga, rétt eins og hann er hún á valdi listarinnar á kostnað lífsins og jafnvel samlíðunar með öðrum. Hún bjargast naumlega úr hótelbruna í New York þegar hún reynir að forða málverki eftir Illuga. Það síðasta sem við sjáum til hennar í sögunni er þegar hún stendur á stéttinni fyrir utan brennandi hótelið: Allt í einu æpti fólk og benti á hótelið. Kona hékk á handriði á sjöttu hæð og eldurinn stóð út á svalirnar. Sér þvert um geð sá Helga þennan atburð fyrir sér sem málverk. (394) Öðru máli gegnir um aðalkvenpersónu sögunnar, Kolbrúnu. Í sögulok stendur hún með pálmann í höndunum, gift hinum atkvæðalitla bróður Illuga, við- skiptamanninum Karli. Síðasta myndin af henni sem birtist lesandanum er þegar hún hefur náð tökum á verslunar- keðju sem tengdafaðir hennar stofnaði með dugnaði í viðskiptum: „Enda var hún kosin viðskiptakona ársins, og var fegurri en nokkru sinni fyrr á forsíðu Frjálsrar verslunar, með nýfæddan son sinn í fanginu.“ (374) Þessi madonnu- mynd af Kolbrúnu í málgagni Mamm- ons er raunar nokkuð tvíbent eins og raunar öll lýsing hennar í sögunni. Hún minnir oft á Sigrúnu, aðalpersónu Vetr- arferðarinnar, sem einnig vinnur sigur á karlveldinu í viðskiptum. Báðar hafa glatað fjölskyldum sínum en eignast nýjar og mikinn auð. Kolbrún á það líka sameiginlegt með Sigrúnu að hún svífst einskis og karlar óttast hana. Þegar Illugi mætir henni á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.