Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 98
G u ð b e r g u r B e r g s s o n
98 TMM 2016 · 4
Svona var tungumálakennsluheilsufarið á miðlægum menntasetrum í
landi hinnar marglofsungnu bændamenningar. Væri hærra farið, þangað
sem þýska var kennd á æðri stigum, átti nemandinn að fara í svonefndu
menningarpensúmi yfir nokkur ljóð eftir Heinrich Heine og söguna Der
kleine Herr Friedemann eftir Thomas Mann. Lengi var þýska aðeins viður-
kennd tunga fyrir ofurmenni, verkfræðinga eða stærðfræðihausa.
Sá útreikningurinn reyndist réttur í mörgum tilvikum tímans eftir heims-
styrjöldina síðari.
Þeim verkfræðingum sem lærðu hin ýmsu svið með stærðfræði í fyrir-
rúmi í Þýskalandi og sneru heim að námi loknu, var tamt að segja í léttum
en fremur hrjúfum dúr, drukknir á flaggskipinu Gullfossi, hver fyrsta
reynsla þeirra hefði verið af þýskunni sem þeir lærðu í menntaskóla, þegar
þeir stigu á land í Hamborg og ætluðu að æfa sig í málinu við að ná sér í
mellu, þá hafi þeim reynst erfitt að komast í kontakt við meyjarnar með
ljóðum eftir Heine á hóruhúsunum en í háskóla flugu þeir í gegnum námið
með glans og mikla þekkingu til að mynda á burðarþoli stálbita við brúar-
gerð þótt þeir vissu að bændasamfélagið heima á Fróni myndi halda von
úr viti í einbreiðu þjóðlegu brýrnar yfir árnar, upphaflega ætlaðar hestum
með heybagga af engjum á leið heim í hlöðu eða bændur með eiginkonu og
dætur í útreiðartúrum á sunnudögum. Að sögn útlærðu verkfræðinganna á
Gullfossi var talið víst í Hreppunum að á einbreiðum brúm dræpu sig síður
heimasætur á gæðingum en hestar fældust yfirleitt á hengibrúm af því það
glymur svo undan hófum á trégólfi þeirra að jafnvel staðnir jálkar fælast og
fyrir bragðið hafa prestar og hreppstjórar oft hálsbrotnað á þeim fáu hengi-
brúm yfir fljót sem til voru á Íslandi. Verkfræðingarnir sönnuðu, vel við
skál, með rökum og útreikningi í reykingasalnum á Gullfossi að þetta við-
horf bænda til brúa væri þvættingur og einnig hitt sem haldið væri fram að
þeirra sögn í Biskupstungunum að stöplabrýr væru kannski betri fyrir hesta
en hengibrýr en samt áttu trunturnar til að prjóna á þeim. Verra var samt
hitt að mati biskuptungnabænda, og verkfræðingarnir höfðu gaman af því,
að villtir laxar sem sækja í bratta fossa í ljóðum ættu það til í veruleikanum
að ruglast í ratvísa ríminu undir brúnum og rotast á stöplunum og þeir
flutu dauðir í lygnur fyrir neðan straumþungann þar sem breskir lávarðar,
einu ferðamenn þessa tíma, biðu á bakkanum tilbúnir með sitt fishing gear
og reyndu að veiða á stöng en sáu ekkert nema rotaða laxa og kölluðu þetta
hrein náttúruspjöll.
Á þessum verðandi velmegunartíma í byrjun kalda stríðsins var mikið
hlegið á Gullfossi og allir í essinu sínu yfir bjór og þriggja stjörnu koníaki.
Þrátt fyrir lélega tungumálakennslu í gagnfræða- eða héraðsskólum var á
tíma síðari heimsstyrjaldarinnar og á árunum þar á eftir talsvert þýtt af létt-
meti fyrir almenning, ekki bókmenntir heldur það sem var af alþýðu kallað
ástarsnarl eða eldhúsreyfarar. Þá iðju stunduðu helst blaðamenn í hjáverkum