Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 63
Á k a f i í s n j ó TMM 2016 · 4 63 virðist sjá möguleika á að byrja nýtt líf með K. og hrópar til Klamms: „Ég er hjá landmælingamanninum!“ (60) Baráttan fer því einnig fram á vettvangi kynlífs og ástarfunda – og það kemur líka fram í sögum þeirra Amalíu og Olgu, systra Barnabasar (þótt orðið „ást“ eigi ekki við um það sem þær fá að reyna). Hér virðist ný saga í fæðingu, Fríða flytur til K. á hitt veitingahúsið og raunar verður til kostuleg „fjölskylda“, því að landmælingamanninum hafa verið sendir tveir aðstoðar- menn, sem birtast lesendum eins og óþæg börn en eru þó einhverskonar útsendarar hallarinnar. Æ fleiri markalínur verða óljósar og K. vanrækir sambýliskonuna vegna þráhyggjunnar að ná fundum hins valdamikla Klamms en sú löngun leiðir hann jafnframt – slík er þversögnin – út á jaðar samfélagsins, til hinnar útskúfuðu og valdalausu Barnabasfjölskyldu. En hvað vill þessi maður eiginlega? Hvað knýr hann áfram? Hvers leitar hann? Fyrir hverju er hann að berjast? Þrátt fyrir eigin hrakninga stendur K. skilningsvana gagnvart ógæfu þessarar fjölskyldu og blindur á sjálfstæði Amalíu, sem er í reynd meiri baráttumaður en hann. „Hvort sem hún er sek eða saklaus“, segir hann, „hefur hún kallað ógæfu yfir fjölskylduna“ (274). Olga systir hennar nefnir að ekki sé alltaf auðvelt að skilja Amalíu, „því að oft veit maður ekki hvort hún talar af kaldhæðni eða alvöru. Oftast er það þó í alvöru en það hljómar kaldhæðnislega“, en þá segir K.: „Slepptu öllum túlkunum“ (273). Ólíklegt er að lesandi geti tekið undir þessi orð. K. er ekki staðgengill lesenda og ekki heldur aðgengilegur spegill þar sem við fáum mannúð okkar staðfesta. Slík þægindi fást ekki hér og þarna birtast áður umrædd bil á milli söguhöfundar og K. sem og á milli K. og lesanda. Lesbirtan verður til í þessum gljúfrum, á þessum mörkum, og hana má nýta til að fást við gráglettna alvöruna í texta Franz Kafka. Tilvísanir 1 Franz Kafka: Höllin, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík: Forlagið, 2015. Hér eftir verður vísað til bókarinnar með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. Frumgerð þessarar greinar var fyrirlestur sem fluttur var á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands í mars 2015. Ég þakka Garðari Baldvinssyni og Guðmundi Andra Thorssyni fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir. 2 Edward W. Said: Beginnings. Intention and Method, New York: Columbia University Press, 1985, bls. xv. Hér eftir verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali í svigum innan megin- máls. Bókin birtist upphaflega árið 1975. 3 Frank Kermode: The Sense of an Ending. Studies in the Theory of Fiction, New York: Oxford University Press, 1966. 4 Crónica de una muerte anunciada eftir Márquez birtist 1981 en íslensk þýðing Guðbergs nefnist Frásögn um margboðað morð, Reykjavík: Iðunn, 1982. 5 Theodor W. Adorno: „Aufzeichnungen zu Kafka“, Versuch das „Endspiel“ zu verstehen, Frank- furt am Main: Suhrkamp, 1973, bls. 127–166, tilvitnanir á bls. 129, 157 og 130. Kunn ritgerð Walters Benjamins um Kafka er til á íslensku: „Franz Kafka“, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Walter Benjamin: Fagurfræði og miðlun. Úrval greina og bókakafla,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.