Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 109
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“
TMM 2016 · 4 109
tíminn er naumur yfir mig þyrmir dauðinn
ekki mun stansa þessi freygoða dans
bak við gluggalaust hulstur í símasambandi
beinu við óstjórn og hamslausa harðneskju vorsins11
Út úr síðunum fimm komu átta erindi af því sem kalla má lotulangan rýtma,
kannski svolítið í anda Einars Benediktssonar.
Hvernig eru svo tengsl þín við þetta ljóð 35 árum síðar?
Bara mjög fín. Svolítið torrætt kannski og þó, margt af þessu er ekkert
óhóflega torrætt. Verra hefur maður nú séð það. Það er sýnist mér undir-
liggjandi ferðalag í þessu, ferðalag sem endar á lokalínu, sem er ansi skýr og
laus við að vera mjög torræð: „verkanna raunvera birtist í sjónmáli djörf“.
Enn einu sinni ferðalag úr nótt yfir í dag, morgun. Þannig ferðalag hef
ég margoft lent í að skrifa, þannig ljóð og einkum ljóðaflokka. Það er bara
hreyfing sem ég get ekki losnað við: úr næturstemningu með tilheyrandi
óreiðu yfir í sól.
Í fyrstu ljóðaþrennunni yrkir þú bálka um mannlífið á þremur götum í
París; Rue Maître Albert, Rue Vieille-du-Temple og Rue Dombasle, allt
götur sem þú bjóst við á sínum tíma. Í þessum ljóðum er augnablik hvers-
dagslífsins fangað, daglegt amstur ólíkra persóna til umræðu, jafnt í gleði
sem sorg. Hvernig tókst raunveruleikanum að ryðjast svona áþreifanlega
inn í huga ungs manns sem á sama tíma var afar upptekinn af súrrealism-
anum og því draumkennda flakki sem þar ríkir?
Ég var á tímabili farinn að skrifa ákaflega tyrfin ljóð, óskiljanleg eiginlega.
Það náði hámarki veturinn 1972–73, þá bjó ég við Götu Meistara Alberts. Í
gangi voru brjálæðislegar teoríur í öllum hlutum, bókmenntum jafnt sem
öðru og ég var alveg að drukkna í þeim. Las á tímabili yfir mig af öllu mögu-
legu. Þá hóf hversdagsleikinn skyndilega innreið sína í uppgötvun minni á
Lettre à un jeune poète eftir Rainer Maria Rilke en þar er hann að tala um
að ef þér sem ungu skáldi finnst hversdagsleikinn einskis virði, þá er það
kannski ekki endilega honum að kenna heldur þér sjálfum að sjá ekki, skynja
ekki hið skáldlega í hversdagsleikanum. Og fleira í þessum dúr sem vakti
mig til vitundar um hið nærtæka, einfalda, óskáldlega, það sem hversdags-
leikinn býður upp á. Ég var líka að reyna að finna leið út úr ákveðinni blind-
götu í skrifunum. Þannig að ég fór að veita umhverfinu meiri og öðruvísi
athygli en fyrr. Ég sat við gluggann minn og sá strák í frakka og þá varð til
línan í fyrsta ljóði Rue Maître Albert: „síðfrakkaklæddi strákurinn stendur/
samt enn hér á horninu“.12 Og svo heyrði ég í útvarpinu að ein og hálf millj-
ón Parísarbúa hafi farið út úr borginni þennan daginn. Í frí. Þannig verður
ljóðið til, úr staðreyndum. Og þarna náði ég að tengja mig við raunveruleika
sem var nauðsynlegt fyrir mig á þessum tímapunkti.