Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 109
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 109 tíminn er naumur yfir mig þyrmir dauðinn ekki mun stansa þessi freygoða dans bak við gluggalaust hulstur í símasambandi beinu við óstjórn og hamslausa harðneskju vorsins11 Út úr síðunum fimm komu átta erindi af því sem kalla má lotulangan rýtma, kannski svolítið í anda Einars Benediktssonar. Hvernig eru svo tengsl þín við þetta ljóð 35 árum síðar? Bara mjög fín. Svolítið torrætt kannski og þó, margt af þessu er ekkert óhóflega torrætt. Verra hefur maður nú séð það. Það er sýnist mér undir- liggjandi ferðalag í þessu, ferðalag sem endar á lokalínu, sem er ansi skýr og laus við að vera mjög torræð: „verkanna raunvera birtist í sjónmáli djörf“. Enn einu sinni ferðalag úr nótt yfir í dag, morgun. Þannig ferðalag hef ég margoft lent í að skrifa, þannig ljóð og einkum ljóðaflokka. Það er bara hreyfing sem ég get ekki losnað við: úr næturstemningu með tilheyrandi óreiðu yfir í sól. Í fyrstu ljóðaþrennunni yrkir þú bálka um mannlífið á þremur götum í París; Rue Maître Albert, Rue Vieille-du-Temple og Rue Dombasle, allt götur sem þú bjóst við á sínum tíma. Í þessum ljóðum er augnablik hvers- dagslífsins fangað, daglegt amstur ólíkra persóna til umræðu, jafnt í gleði sem sorg. Hvernig tókst raunveruleikanum að ryðjast svona áþreifanlega inn í huga ungs manns sem á sama tíma var afar upptekinn af súrrealism- anum og því draumkennda flakki sem þar ríkir? Ég var á tímabili farinn að skrifa ákaflega tyrfin ljóð, óskiljanleg eiginlega. Það náði hámarki veturinn 1972–73, þá bjó ég við Götu Meistara Alberts. Í gangi voru brjálæðislegar teoríur í öllum hlutum, bókmenntum jafnt sem öðru og ég var alveg að drukkna í þeim. Las á tímabili yfir mig af öllu mögu- legu. Þá hóf hversdagsleikinn skyndilega innreið sína í uppgötvun minni á Lettre à un jeune poète eftir Rainer Maria Rilke en þar er hann að tala um að ef þér sem ungu skáldi finnst hversdagsleikinn einskis virði, þá er það kannski ekki endilega honum að kenna heldur þér sjálfum að sjá ekki, skynja ekki hið skáldlega í hversdagsleikanum. Og fleira í þessum dúr sem vakti mig til vitundar um hið nærtæka, einfalda, óskáldlega, það sem hversdags- leikinn býður upp á. Ég var líka að reyna að finna leið út úr ákveðinni blind- götu í skrifunum. Þannig að ég fór að veita umhverfinu meiri og öðruvísi athygli en fyrr. Ég sat við gluggann minn og sá strák í frakka og þá varð til línan í fyrsta ljóði Rue Maître Albert: „síðfrakkaklæddi strákurinn stendur/ samt enn hér á horninu“.12 Og svo heyrði ég í útvarpinu að ein og hálf millj- ón Parísarbúa hafi farið út úr borginni þennan daginn. Í frí. Þannig verður ljóðið til, úr staðreyndum. Og þarna náði ég að tengja mig við raunveruleika sem var nauðsynlegt fyrir mig á þessum tímapunkti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.