Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 100
G u ð b e r g u r B e r g s s o n 100 TMM 2016 · 4 því hið fullkomna merkir að komið sé á endaslóð og ekkert blasir við nema tómið í fari hins fullkomna valds sem reynir að halda dauðahaldi í völdin sem eitthvert guðlegt náttúrulögmál. Hér get ég ekki farið út í smáatriði hvað varðar viðureign mína við bókina um Don Kíkóta en hún einkennist af tilraun til að halda einhverju stað- bundnu í texta á margvíslegu lífi, sem er hið æskilega líf bókmennta og manns, það líf sem endar hvergi og verður aldrei skilið, hvorki fullum né ófullkomnum skilningi á sama tré. Vegna þess að lifandi tré er þannig vaxið að það getur haldið úti greinum og rótum eins og einhverju sem er næstum eitt og hið sama, rótin og greinin, annað er bara ofan jarðar, hitt neðan jarðar og hvorugt getur þrifist nema þannig sé tilvera trésins, sameinuð í hlið- stæðum og andstæðum, trjábolnum, og þannig sé málum háttað í sólinni, í regninu, í deginum, í nóttinni, í hitanum, í frostinu að ógleymdu tungl- skininu. Hversu æskilegt væri ekki með þjóðum og tungumálum þeirra að viðurkenna að það að þýða er þýðingarstarf sem þýðir það að nauðsyn krefur að endalaust þurfi að þýða sömu bókmenntir, sama þjóðfélagið, sama tungu- málið, vegna þess að allt þetta skiptir höfuðmáli við að skapa eitthvað sígilt sem engin leið er að hafa hemil á með lögboðnum skilningi. Allt er þetta í ætt við Don Kíkóta og Sansjó. Þeir fara hvað eftir annað í nýja endurtekna ferð sem er sama ferðin og farin var áður, allt þetta vafstur andans og holdsins í skáldverki sem var ekki samið á sama máli og það birtist lesandanum heldur er það þýtt úr framandi máli framandi þjóðar í sama landi. Verkið er fært, að sögn höfundar, fyrir hann af þýðanda á hina viðurkenndu þjóðtungu Spánar, kastilískuna. Svo þannig hefur lifað þýðing hins óþekkta þýðanda fyrir hinn þekkta Cervantes en frumgerðin glatast. Spænska þýðingin var gerð úr framandi arabísku og þannig hefur hún leitt af sér hverja erlendu þýðinguna á fætur annarri. Stundum eru þær endurbættar, stundum yfir- farnar, stundum eru gerðar nýjar með nýjum skilningi þýðandans, stundum sambland af gamalli þýðingu og nýrri. Don Kíkóti hefur þannig verið marg- þýddur og kaghýddur eins og Sansjó, hvað eftir annað á sama málið á ýmsum tímum og þýðingarnar hafa aldrei orðið réttar, ekki fremur en þýðingar sem Cervantes gerir sjálfur í texta sínum þegar hann þýðir úr öðrum tungu- málum á sína tungu. Don Kíkóti er þýðing á þýðingu ofan og þannig er alheimur verksins. Hjá mér er eins farið en í öðrum tilgangi. Hann er að miklu leyti sá að með samanburði er hægt að greina á vissan hátt hjá sama manni listina að þýða það sama frá ýmsum hliðum til að athuga hvort með þessu móti sé hægt að finna eitthvað sem verður aldrei fundið: hina réttu þýðingu á heimi mannsins. Ég veit að það er minn harmleikur að ég skuli geta gert mér grein fyrir ófullkomleika mínum við að fást við einhvern mesta harmleik bók- menntanna, skáldsöguna sem fjallar um Don Kíkóta, riddarann bæði með raunasvipinn og aðra bjartari andlitssvipi og hinn trúgjarna raunsæismann,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.