Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 113
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 113 sem hefur sálarlíf; hugsa þjóðina sem einhvern sem hefur yfirsjálf, sem bælir, hamlar, skorðsetur etc., – sjálf vettvangur baráttu sjálfsins og dulvitundar, – og loks undir niðri, það-ið, óheftar hvatir, kenndir, líbídó og þar fram eftir götunum. Hugsa semsagt dulvitund þjóðar, þjóðfélags á þeim nótum. Mér er ljóst að þetta er óvísindalegt og á að vera það, og ég bæti við: á að fá að vera það. Það er semsagt skylda skáldsins, ekki bara að koma eigin draumvirkni af stað, heldur einnig í tengslum við samfélagið, í tengslum við upphugsaða undirvitund, dulvitund samfélagsins og allar bælingar sem hún verður fyrir, í þessu tilfelli ákveðinn hlutur í sögunni. Ég hef staðið mig að því að staldra lítið eitt við ljóð úr „Draumorðum“ í Ljóð námu land, sem heitir „Sömu hálfopnu dyrnar“ þar sem m.a. segir: „Hálfopnu dyrnar/Allt eins og venjulega/Auðvitað.“16 Ég spyr: Er tilveran alltaf í hálfa gátt? Tilveran? Nú veit ég ekki. Hitt veit ég að dyrnar eru alltaf í hálfa gátt. Alltaf. Hálfopnar dyr eru algjörlega föst stærð einhvers staðar á dýpsta dýpi í sálarlífinu, sem í mínu tilfelli tekur oft á sig mynd húss. Hús, dyr, veggir. Op á veggjum: dyr, gluggar. Alltaf hálfopnar dyr. Við erum alltaf með tvo heima í gangi, það er aldrei alveg lokað, aldrei alveg opið, tengslin eru alltaf nákvæmlega þessi: hálfopnar dyr. Tveir heimar; vitund og undirvitund, prósi og póesía og þannig áfram. Edgar Morin þjóðfélagsfræðingur hefur bent á að mannskepnan hefur alltaf búið til tvö tungumál innan hverrar tungu, annars vegar tungumál þess rökrétta, greinandi og praktíska, tungumál denótasjónarinnar, merkingar- kjarna orðanna. Hins vegar tungumál þess táknræna, goðsagnakennda og magíska, mál konnótasjónar, blæbrigða, líkinga og hugrenningatengsla, mál ljóðlistarinnar. Líf okkar er sumsé ofið úr helgi og hversdegi, úr póetísku og prósaísku ástandi. Annað ljóð úr „Draumorðum“, stutt sem hljóðar svo: „Örvæntingin/mun gera yður frjáls“17. Er þetta írónía eða hreinræktaður sannleikur? „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“, segir í Biblíunni. Ef sannleikurinn er örvænting, þá mun hún gera yður frjáls. Annars er þetta í kaflanum „Draumorð“ eins og þú bendir á. Hann heitir draumorð af því að þetta eru orð sem birtust mér í draumi. Þannig að ég hef engar sérstakar útskýringar á þessu, einmitt þess vegna lét ég þetta standa óbreytt og ögrandi, nákvæm- lega eins og það birtist mér af reginafli í draumi, alls ekki á neikvæðan eða þrúgandi hátt heldur magnaðan, frelsandi. Ég skil þetta ekkert frekar en hver annar lesandi, samt skynja ég eitthvað sem má lesa út úr þessu, túlka.“ Konur og kettir eru bestu fagurfræðikennarar mannkyns18 segir á einum stað í Parísarhjóli en fegurð kvenna og katta kemur víða fyrir í ljóðum þínum. Hvaða galdur tengist konum og köttum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.