Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 87
E l í n , ý m i s l e g t TMM 2016 · 4 87 Reddaðu því bara, mér er sama þótt verði bónuspokar á gólfinu, bara ekki þessi svarta krítartafla, ég er svo þreyttur á henni. Ég sé fyrir mér að allir verði í gráum fötum … Ekki grá föt, gerðu það … og ekki heldur hvít eða svört. Það kostar ekkert að sjettera, er það nokkuð? Hvar er stelpan? Ætlaði hún ekki að koma aftur eftir kaffið? Hvenær getum við byrjað? Hún hefur sennilega farið, segir yngsti leikarinn. Ég hitti hana fyrir framan og hún virkaði eitthvað þessleg. Farin? hváir leikstjórinn. En við erum ekki búin, það eru tveir tímar eftir … Tja, eins og við sögðum, þá er hún algjör snillingur, segir elsti leikarinn. Snilligáfa hefur ekkert að gera með lélegan vinnumóral, segir sá næstelsti. Jú, mótmælir sá elsti. Ef þú ert með köllun þá þarftu stundum að fara. Það er kallað á þig og þá ferðu! Sá næstelsti veifar hendinni eins og þetta sé alger vitleysa. Elín lætur sig hverfa. Hún þarf ekki einu sinni að kveðja. Getur komið og farið einsog henni sýnist. Ellen gengur meðfram Kringlumýrarbrautinni, með gráa hettu sem stingst uppúr vélprjónuðu peysunni. Hún er niðurlút og silaleg, dregur fæturna eftir gangstéttinni. Henni er áreiðanlega kalt, hugsar Elín og hugsar um lakk skóna hennar, hvernig þeir fyllast örugglega af slabbi undireins og sport- sokkana, gráa af bleytu og kaldar tærnar. Hún rennir bílnum að hlið hennar á næstu ljósum, hrindir hurðinni upp farþegamegin og kallar, spyr hvort hún vilji far. Leikskáldið horfir bara geðvonskulega á hana, rauði kallinn víkur fyrir grænum og það er flautað á Elínu. Ég skal skutla þér! kallar Elín en Ellen hristir bara höfuðið, lyftir annarri hendinni, sýnir lófann með einhverju subbulegu kroti sem Elín getur ekki lesið. Allt í lagi þá litla frík, hugsar hún og gefur í. Kassarnir standa á miðju stofugólfi. Elín kveikir á sjónvarpsfréttunum, gengur nokkra hringi kringum þá en staðnæmist síðan allt í einu vegna þess að hún man augnablikið þegar amma hennar dó. Um leið rykkist í augna- blikið þegar mamma hennar fæddist og þegar hún dó, og þegar Elín fæddist og þegar hún deyr. Augnablikið þegar hún deyr er ekki runnið upp en samt rykkist í það, einhvers staðar í framtíðinni. Mamma Elínar hafði verið frjó á grein sem annars hefði endað, nakin og mjó. Bling, sagði laufblað, gat af sér annað og dó. Amma hennar talaði stundum illa um dóttur sína og þá táraðist hún á meðan. Á vegg í stofunni hékk mynd af henni í hvítum fermingarkyrtli, með hárið sett upp í ljósa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.