Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 88
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 88 TMM 2016 · 4 heysátu og glæfralegt blik í auga. Þær kveiktu á kerti undir myndinni á afmælinu hennar og á dánardeginum líka. Nú veltir Elín fyrir sér hvort þessi mynd sé ef til vill í einum af kössunum og hún reynir að rifja upp dagsetningarnar en getur það ekki. Þær eru horfnar úr minninu. Elín kveikir sér í sígarettu og man strax eftir peysunni. Hörðu ullargarninu sem strekktist um fingur ömmu á meðan hún prjónaði, þangað til blæddi. Hún tók upp prjónaskap þegar hún hætti að reykja og peysan var handa Elínu. Ætli peysan sé í kassanum, hugsar Elín. Þá er blóðið úr ömmu í kassanum. DNA ömmu í kassanum. Hennar einstaka samsetning í kassanum. Kassarnir eru úr matvöruverslun. Utan af Ora grænum baunum. Utan af Johnson & Johnson barnapúðri. Utan af pakkasúpu. Þeir hafa verið merktir áður, krassað hefur verið yfir merkingarnar. Svo hafa þeir verið merktir aftur. Dyrabjöllunni er hringt og Elín hrekkur við. Hún á ekki von á neinum. Í sjónvarpinu er myndskeið af hvalshræi sem hefur verið skorið. Hún lítur út um gluggann og sér að á tröppunum stendur maður sem hún kannast ekki við. Í innkeyrslunni er hvítur ómerktur sendibíll. Hún fer til dyra. Góða kvöldið, segir hún og virðir fyrir sér manninn, sviplausan á miðjum aldri, fölleitan í úlpu með hanska. Ég er kominn að sækja kassana, segir hann blæbrigðalausri röddu. Kassana? spyr Elín. Kassana sem þú fannst í geymslunni hennar ömmu þinnar, segir hann. En þeir eru merktir mér, segir Elín. Ég á þessa kassa. Maðurinn svarar engu, bregður ekki svip. Nú, jæja, segir Elín og opnar upp á gátt. Maðurinn fer inn á skónum. Hann gengur rakleiðis inn í stofu, lyftir fyrsta kassanum og ber hann út í bíl. Hvað er í þeim? spyr Elín þegar hann kemur aftur inn til að sækja næsta kassa en hann horfir bara á hana eins og dauðyfli og svarar engu. Hann nær síðustu tveimur í einni umferð, staflar þeim í skottið á bílnum og keyrir því- næst í burtu án þess að líta á Elínu eða kveðja. Hún fer aftur inn í stofu, þarf að koma sér að verki. Á stofuborðinu hennar liggur unglingsstúlka í átta bútum og hún á bara eftir að brenna þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.