Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 61
Á k a f i í s n j ó TMM 2016 · 4 61 Oft hefur hugtak Jacques Derrida „afbygging“ (fr. „déconstruction“) verið notað af misjöfnu tilefni en hér á það sérlega vel við. Höllin virðist í niður- níðslu og jafnvel beinlínis tekin að molna – og þá einnig sem hugmynd er lesandi meðtekur. Athyglisvert er að K. tengir hana við heimabæ sinn, en vísanir til æsku hans og fyrra lífs eru fágætar í sögunni. Það undirstrikar á hinn bóginn að höllin er líkt og deigla þess sem er séð, munað og hugsað í sögunni; hún kann að lúta lágt og allt að því renna saman við þorpið, en hún er síbreytileg og rís upp aftur þegar síst varir. Hún er eins konar prófsteinn „þess sem við sjáum þegar við lesum“, svo aftur sé vísað til Mendelsunds. Á einum stað síðar í sögunni er K. aftur einn á ferð, en „brátt tók auðvitað að skyggja“ – enda láta hvorki tími né birtumagn að stjórn í þessari sögu, heldur eru undirorpin skynjun – og síðan segir: Kyrrð umlukti höllina eins og ætíð en útlínur hennar tóku að daprast, til þessa hafði K. aldrei séð þar hið minnsta lífsmark, kannski var ógerningur að greina nokkuð úr þessari fjarlægð; og samt sóttust augun eftir því og vildu ekki una kyrrðinni. Þegar K. virti höllina fyrir sér fannst honum stundum að hann horfði á einhvern sem sæti þarna í rósemd og horfði fram fyrir sig, samt ekki niðursokkinn í hugsanir og þar með ónæmur á hvaðeina, heldur frjáls og áhyggjulaus; rétt eins og hann væri aleinn og enginn fylgdist með honum; og þó hlaut hann að taka eftir því að fylgst var með honum, en það raskaði ekki ró hans hið minnsta og raunin var sú – ekki var vitað hvort það var orsök eða afleiðing – að augnaráð áhorfandans fann ekki festu og hvarflaði burt. Þessi áhrif styrktust enn í dag vegna þess hve snemma dimmdi, því lengur sem hann horfði, þeim mun minna gat hann greint, þeim mun dýpra sökk allt í rökkrið. (133–134) Hér fáum við höllina sem mannsmynd – eða er hún spegill? Höllin er lykil- þáttur í umhverfi sögunnar, kennileiti sem jafnframt drottnar með sínum kvika hætti yfir stund og stað. Í tilvitnuðum orðum minnir hún mjög á jökulinn í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Saman mynda snjórinn og höllin hjá Kafka skynheild á borð við „hið hvíta tarínulok heimsins“, sem Halldór birtir okkur en er þó aldrei stöðugt. „Þessi jökull er aldrei einsog vanalegt fjall. […] Það er einsog þetta fjall hafi aungva skoðun“, en það er „altogekkert“.12 Samanburðurinn er athyglisverður; jökullinn er einskonar höll náttúrunnar í skáldsögu Halldórs en snjórinn og höllin hjá Kafka mynda saman „jökul“ sem heldur staðnum í greipum sér. Það tak er í senn þétt og óljóst, nær utan um allt og ekkert. Rétt eins og snjórinn skerpir vissar línur en eyðir öðrum, þannig flæða höllin og þorpið stundum saman í eitt, eins og sjá má í tilvitnun hér að framan, en einnig með því móti að höllin leggst yfir þorpið. Maðurinn sem reynir að vísa K. burt í upphafi sögu segir: „Þetta þorp er í eigu hallarinnar, sá sem býr hér eða gistir, býr eða gistir á vissan hátt í höllinni“ (8). Orðalagið „á vissan hátt“ felur í sér hin óljósu mörk sem virðast hverfa og skerpast á víxl, eftir hentugleikum, geðþótta. Þorpið birtist líka stundum sem rækilega afmarkaður heimur og engin leið að komast þaðan upp í höllina. Þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.