Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 6
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 6 TMM 2016 · 4 þéttbýli en aldagamlar hugmyndir og gildi bændasamfélagsins um stöðu og hlutverk kvenna sem mæður og húsfreyjur létu ekki undan síga enda fastar í sessi. Misgengi tekur að myndast milli félagslegs veruleika kvenna og þessara menningarbundnu gilda, konur skynja sig utangarðs og án raddar í hinu nýja þéttbýlissamfélagi eða sem ófullkomnar félagslegar persónur með skerta stöðu- og dómhæfni. Einnig berast hugmyndir erlendis frá þar sem konur bindast samtökum um að útvega konum ný réttindi, einkum réttinn til menntunar, kosningarétt og kjörgengi, svo þær verði gjaldgengar sem félagslegar persónur til jafns við karla. Spenna verður á kynjasamskeytum íslensks samfélags og eldstöð byrjar að myndast. Gosórói tekur að mælast um 1870 þegar hópur fólks tekur sig saman um að safna fé til að reisa kvennaskóla í Reykjavík, en enginn skóli er þá í landinu fyrir konur. Skólinn tekur til starfa árið 1874 og fleiri slíkir skólar fylgja í kjölfarið. Árið 1885 veldur Bríet Bjarnhéðinsdóttir skjálfta með því að birta grein um stöðu og réttindi kvenna og aftur 1887 þegar hún heldur opinbert erindi um sama efni fyrst kvenna. Enn verður skjálfti 1893 þegar konungur neitar að staðfesta lög um að þær örfáu konur sem fengu kosn- ingarétt til sveitarstjórna 1882 fengju líka kjörgengi. Rök konungs eru að fyrst þessar konur hafi ekki sjálfar beðið um þennan rétt yrði hann þeim til óþurftar. Konur sjá að þær verða sjálfar að berjast fyrir rétti sínum og kvikan nálgast yfirborðið. Gos verður þegar Hið íslenska kvenfélag er stofnað 1894, fyrsta félag kvenna á Íslandi sem hefur réttindi allra kvenna á stefnuskrá; kosningarétt, kjörgengi og rétt kvenna til framhaldsmenntunar og fjárhagslegs sjálfstæðis. Stofnun háskóla á Íslandi og bindindi á áfengi eru einnig meðal baráttumála félagsins. Félagið vinnur ötullega að þessum málefnum fram um aldamótin 1900 en þá dofnar yfir gosinu meðal annars vegna þess að frumkvöðlarnir, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir og Ólafía Jóhannsdóttir, fósturdóttir hennar, heltast úr lestinni. Gosinu er þó engan veginn lokið. Lítið þokast í réttindamálum kvenna næstu ár og konur eru orðnar óþolinmóðar. Kvikan í kvikuhólfinu bætir á sig og árið 1907 gýs myndarlega þegar Kvenréttindafélag Íslands er stofnað meðal annars fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Félagið hefur kosninga- rétt og kjörgengi kvenna efst á stefnuskrá sinni enda hafði nokkuð þokast í menntunarmálum kvenna og árið 1900 höfðu giftar konur fengið fjárhagslegt sjálfstæði. Árið 1907 veitir Alþingi konum í Reykjavík og Hafnar firði tak- markaðan kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna og Kven réttindafélagið með Bríeti í broddi fylkingar bíður ekki boðanna og setur fram kvenna- framboð til bæjarstjórnar Reykjavíkur 1908. Það gengur vonum framar, framboðið hlýtur 21,3% atkvæða og fjórar konur kjörnar. Kvennaframboð til bæjarstjórna koma fram næstu ár og áfram er barist fyrir fullum kosninga- rétti og kjörgengi kvenna. Gosið er í fullum gangi. Með stjórnarskrárbreytingum árið 1915 hafa konur fullnaðarsigur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.