Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 117
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 117 Þarna er komin ein skilgreining á ljóði en lumar þú á fleirum? Ja, kannski ekki tæmandi skilgreiningum (sem betur fer!) heldur sjónar- horni á ljóðtexta í formi skilgreininga, yrðingu sem er ætlað að varpa ljósi á sérstöðu ljóðtexta, eiginleika þess háttar texta sem aðrir textar hafa ekki etc. Til dæmis: Ljóðtexti er texti sem ekki er hægt að þýða. Eða kannski aðeins mildari útgáfa: Ljóðtexti er sá texti sem er erfiðast að þýða. Svo er önnur skilgreining sem ég skrúfaði saman og hefur stundum virkað ágætlega á fólk. Hún er svona: Ljóð er myndlist sem dulbýr sig sem tónlist. Þeirri skilgreiningu má líka snúa við, hún virkar ekki síður þannig: Ljóð er tónlist sem dulbýr sig sem myndlist. Síðan eru skilgreiningar sem koma inn á grundvallarskiptingu tungu- málsins í nytjatexta og bókmenntatexta. Skilgreiningin er þá eitthvað á þessa leið: ljóð er texti sem notar konnótasjónar-eigindir tungumálsins meir en nokkrir aðrir textar – samanber það sem var hér fyrr sagt um konnótasjónir. Svo hef ég verið að spekúlera undanfarið í innstillingu lesandans, það er að segja beinlínis lestrarhraðanum, hraðainnstillingunni. Ég hef ekki fundið betri líkingu en gömlu grammófónana þar sem voru þrjár hraðastillingar, 33, 45 og 78 fyrir þessar þrjár tegundir af hljómplötum. Ef við lítum til dæmis á spennutexta sem er númer eitt drifinn áfram af anekdótunni, þá er hægt að lesa hann á 78 snúninga hraða. Aðeins vandaðri og flóknari prósi er kannski á 45 snúningum en ljóð verður að lesa á 33. Þau eru skrifuð fyrir þann les- hraða. Ef þú spilar ljóð á 78 snúninga stillingu, þá nærðu engu, alls engu! Ef þú lest semsagt ljóð eins og þú værir að lesa aleinfaldasta spennutexta, þá virkar þetta bara eins og 33 snúninga plata á 78. Nú ef þú vilt fá einfalda skilgreiningu á muninum á ljóðtexta og prósa, þá er ég nýlega búinn að finna hana og er nokkuð sáttur við hana. Ljóðtexti dansar, prósi er á gönguferð. Hvort tveggja vísar í líkama á hreyfingu, önnur hreyfingin er alltaf frá a til b og b til c og þannig áfram, dansinn er hreyfing í stjörnu út frá ákveðnum stað og það er verið að hlusta á tónlist, hún ræður för, en líka hugmyndir út frá kjarna, aftur að kjarna, enn í burtu frá kjarna etc. Eru ekki ljóð þannig? Ég bara spyr. En hlutverk ljóðsins? Hlutverk ljóðsins er númer eitt að vera í fleirtölu, ekki eintölu. LjóðIÐ er ekki til, það eru bara til ljóð í fleirtölu. Sem þýðir hvað? Sem þýðir til dæmis að þetta er texti sem er ætlað að bera hinu einstaka í tungumálinu vitni, hinu einstaka í manninum, hinum staka manni, hinum staka texta. Annars er ég alltaf hrifinn af skilgreiningu sem hinn dásamlegi enski súrrealisti, skáldið David Gascoyne (1916–2001) kom með þegar blaðamaður spurði hann að þessu á Ljóðlistarhátíðinni í Reykjavík 1985. Hann sagði eitt- hvað á þá leið að hlutverk ljóða væri að afstýra því að við dræpum okkur. Mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.