Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 125
H u g v e k j a
TMM 2016 · 4 125
ekki lengi að losa sig við forsætisráð-
herrann sem hafði orðið uppvís að vafa-
sömum tengslum við Tortólu, það tók þá
bara einn sólarhring!“ Svo lofsyngja ten-
órar hagfræðinnar „íslensku leiðina“ í
kreppunni, hún hefði bjargað landinu
frá algeru hruni, frá því að hljóta sömu
örlög og Grikkir.
Ef víðar er litið blasir við að sífellt er
nú farið að þýða íslenskar samtímabók-
menntir á frönsku; einn vinsæll þýðandi
sagði mér að hann væri farinn að kikna
undan verkefnunum, mörgum yrði
hann að neita. Í hvert skipti sem mér
verður gengið fram hjá bókabúð í hverf-
inu trónir þar nýlega þýdd íslensk skáld-
saga í glugganum, stundum tvær. Þessar
bækur fá undantekningarlaust góða
dóma, á þær er í og með hlaðið lofi, og
sumar verða metsölubækur; það kemur
fyrir að verk sem fengu ekki sérstaka
athygli í heimalandinu öðlast nýtt og
betra líf í Frakklandi. Ekki eru þessar
þýðingar síður merkar fyrir þá sök að
íslenska er talin erfiðasta tungumál í
heimi þar sem jafnvel mannanöfn
beygjast eftir föllum. Málvísindamaður
einn var fenginn til að segja frá þessu
furðulega máli í útvarpsþætti, og sagði
hann margt og mikið, meðal annars það
að íslenska talnakerfið byrjaði á orðinu
„fjórir“, lægri tölur væru semsé ekki til.
Til dæmis um þetta sagði hann að ekki
væri hægt að fá einn kaffibolla á kaffi-
húsi í Reykjavík, þeir yrðu að vera fjórir.
Því miður lýsti hann því ekki frekar
hvernig þetta birtist í daglegu lífi, sam-
kvæmt því ættu allar fæðingar á skerinu
að vera fjórburafæðingar. En kannske
var málvísindamaðurinn ekki tilbúinn
til að útlista það svona einn, tveir og
þrír.
Það sem gildir um bókmenntir gildir
nú í enn ríkari mæli um íslenskar kvik-
myndir; þær sáust aldrei í frönskum
bíósölum fyrr á árum en nú birtast þær
á tjaldinu hver eftir aðra og fá bæði góða
dóma og mikla aðsókn. Sem dæmi
mætti taka fyrstu kvikmyndina sem
kom til Frakklands á síðasta vetri, semsé
„Hrúta“. Um hana birtust fjölmargar
greinar í blöðum og vikuritum þar sem
hrifningin var í algleymi. Í augum
gagnrýnenda var þetta frumleg gaman-
mynd, þótt endirinn kæmi á óvart, en
kannske var hann hluti af frumleikan-
um. Bræðurnir skeggjuðu þóttu stór-
merkar persónur og landslagið í Bárðar-
dal ægifagurt, en þó féll þetta hvort
tveggja í skuggann af því sem heillaði
Fransmenn upp úr skónum svo þeir
máttu vart vatni halda fremur en
íslenskar smámeyjar að fagna Justin Bie-
ber, en það voru hrútarnir sjálfir, þessi
furðudýr með risastór horn og þykka
ull. Margir sögðu að ef til væru verðlaun
fyrir besta leik sauðkindar í kvikmynd
ættu þessir hrútar að fá þau öll með
tölu. Þegar á þetta er litið ætti engum að
koma á óvart þótt íslensk menningar-
áhrif skjóti upp kollinum þar sem
maður myndi kannske ekki búast við
þeim; dæmi um það er hinn mikli rapp-
meistari sem nú er ofarlega á blaði í
Frakklandi og gengur stoltur undir
listamannsnafninu „Gradur“.
En allt þetta er einungis ytri kraft-
birting Íslendinga, þau tíðindi sem af
þeim berast út fyrir Atlansála og þau
sköpunarverk andans sem þeir senda frá
sér. Hvað þá um afrekin erlendis, þau
undur og stórmerki sem Íslendingar
hrinda í framkvæmd þegar þeir láta svo
lítið að bregða sér út fyrir landhelgina,
rammefldir af baráttu kynslóðanna við
eldgos og hafís, semsé þá sem rétt væri
að kalla í víðum skilningi „útrásarvík-
inga“? Svo vill til að þeir sem upphaflega
voru kallaðir þessu heiti, á blómaskeiði
velmegunarinnar, liggja alveg í þagnar-
gildi, það er eins og þeir hafi aldrei verið
til, nema kannske rétt á þeirri stund