Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 125
H u g v e k j a TMM 2016 · 4 125 ekki lengi að losa sig við forsætisráð- herrann sem hafði orðið uppvís að vafa- sömum tengslum við Tortólu, það tók þá bara einn sólarhring!“ Svo lofsyngja ten- órar hagfræðinnar „íslensku leiðina“ í kreppunni, hún hefði bjargað landinu frá algeru hruni, frá því að hljóta sömu örlög og Grikkir. Ef víðar er litið blasir við að sífellt er nú farið að þýða íslenskar samtímabók- menntir á frönsku; einn vinsæll þýðandi sagði mér að hann væri farinn að kikna undan verkefnunum, mörgum yrði hann að neita. Í hvert skipti sem mér verður gengið fram hjá bókabúð í hverf- inu trónir þar nýlega þýdd íslensk skáld- saga í glugganum, stundum tvær. Þessar bækur fá undantekningarlaust góða dóma, á þær er í og með hlaðið lofi, og sumar verða metsölubækur; það kemur fyrir að verk sem fengu ekki sérstaka athygli í heimalandinu öðlast nýtt og betra líf í Frakklandi. Ekki eru þessar þýðingar síður merkar fyrir þá sök að íslenska er talin erfiðasta tungumál í heimi þar sem jafnvel mannanöfn beygjast eftir föllum. Málvísindamaður einn var fenginn til að segja frá þessu furðulega máli í útvarpsþætti, og sagði hann margt og mikið, meðal annars það að íslenska talnakerfið byrjaði á orðinu „fjórir“, lægri tölur væru semsé ekki til. Til dæmis um þetta sagði hann að ekki væri hægt að fá einn kaffibolla á kaffi- húsi í Reykjavík, þeir yrðu að vera fjórir. Því miður lýsti hann því ekki frekar hvernig þetta birtist í daglegu lífi, sam- kvæmt því ættu allar fæðingar á skerinu að vera fjórburafæðingar. En kannske var málvísindamaðurinn ekki tilbúinn til að útlista það svona einn, tveir og þrír. Það sem gildir um bókmenntir gildir nú í enn ríkari mæli um íslenskar kvik- myndir; þær sáust aldrei í frönskum bíósölum fyrr á árum en nú birtast þær á tjaldinu hver eftir aðra og fá bæði góða dóma og mikla aðsókn. Sem dæmi mætti taka fyrstu kvikmyndina sem kom til Frakklands á síðasta vetri, semsé „Hrúta“. Um hana birtust fjölmargar greinar í blöðum og vikuritum þar sem hrifningin var í algleymi. Í augum gagnrýnenda var þetta frumleg gaman- mynd, þótt endirinn kæmi á óvart, en kannske var hann hluti af frumleikan- um. Bræðurnir skeggjuðu þóttu stór- merkar persónur og landslagið í Bárðar- dal ægifagurt, en þó féll þetta hvort tveggja í skuggann af því sem heillaði Fransmenn upp úr skónum svo þeir máttu vart vatni halda fremur en íslenskar smámeyjar að fagna Justin Bie- ber, en það voru hrútarnir sjálfir, þessi furðudýr með risastór horn og þykka ull. Margir sögðu að ef til væru verðlaun fyrir besta leik sauðkindar í kvikmynd ættu þessir hrútar að fá þau öll með tölu. Þegar á þetta er litið ætti engum að koma á óvart þótt íslensk menningar- áhrif skjóti upp kollinum þar sem maður myndi kannske ekki búast við þeim; dæmi um það er hinn mikli rapp- meistari sem nú er ofarlega á blaði í Frakklandi og gengur stoltur undir listamannsnafninu „Gradur“. En allt þetta er einungis ytri kraft- birting Íslendinga, þau tíðindi sem af þeim berast út fyrir Atlansála og þau sköpunarverk andans sem þeir senda frá sér. Hvað þá um afrekin erlendis, þau undur og stórmerki sem Íslendingar hrinda í framkvæmd þegar þeir láta svo lítið að bregða sér út fyrir landhelgina, rammefldir af baráttu kynslóðanna við eldgos og hafís, semsé þá sem rétt væri að kalla í víðum skilningi „útrásarvík- inga“? Svo vill til að þeir sem upphaflega voru kallaðir þessu heiti, á blómaskeiði velmegunarinnar, liggja alveg í þagnar- gildi, það er eins og þeir hafi aldrei verið til, nema kannske rétt á þeirri stund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.