Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 67
L í f i ð o g d a u ð i n n TMM 2016 · 4 67 • Bókmenntir lýsa áhrifum og tilfinningum. Þess vegna eru þær frábært tæki til þess að mynda persónuleg tengsl nemenda við nám sitt. Bókmenntatextar eru ekki hversdagsleg afþreying. Til þess að vinna úr þeim þurfum við að grípa til ímyndunaraflsins og túlka þann veruleika sem í þeim birtist. Tengsl við bók- menntatexta dýpka íhugun og persónulega þátttöku og þar með svörun við umhverfinu. Líklegt er að eitthvað af því sitji eftir í minninu. Textar af þessu tagi hvetja því yfirleitt til meiri þátttöku og eru skemmtilegri en margt annað efni sem nemendur þurfa að fara yfir. Námsmaður sem unnið hefur úr bókmennta- texta hefur yfirleitt lært margt á því um gagnrýninn lestur sem tengist tilfinn- ingum og sköpun. (Duff & Maley 2007: 5–6)2 Eins og minn glöggi lesandi hefur væntanlega þegar séð verður öllum spurn ingum um bókmenntakennslu seint svarað. Gildi bókmenntakennslu ber öðru hverju á góma í íslenskum og erlendum textum og eitt af því sem hefur einkennt íslenska umræðu er sterk trú á því að lesa bókmenntir og nálgast þær á tilfinningalegum forsendum en sneiða frekar hjá því sem lýtur að þekkingu og skilningi. Sú umræða er ekki ný og til þess að forðast mis- skilning þá er ég að sjálfsögðu hlynntur því að menn beiti tilfinningagreind sinni við lestur bókmennta, en við eigum að mínu mati ekki að forðast að reyna að átta okkur á tilfinningum okkar, hvorki í bóklestri né hversdagslífi. Harpa Hreinsdóttir er einn af okkar helstu frumkvöðlum í því að taka bókmenntakennslu til umræðu á opinberum vettvangi. Í grein frá 1992 í Tímariti Máls og menningar ræddi hún þessi mál nokkuð ítarlega og sú grein virðist góð heimild um dæmigert íslenskt kennaraviðhorf.3 Því má þó ekki gleyma að hér er um 24 ára gamla grein að ræða. Gert er ráð fyrir því að gildi bókmennta sé ótvírætt og á einhvern hátt sjálfbært. Hlutverk bókmennta er margs konar, en nefna mætti þrennt sem margir eru sam- mála um að gefi bókmenntum gildi: þær efla skilning á mannlífinu, veita holla afþreyingu og stuðla að málþroska. Bókmenntakennsla í skólum á að minnsta kosti að þjóna þessum þrem hlutverkum með því að fá nemendurna til að lesa sem mest af góðum bókum4 Í grein Hörpu er dregin skýr lína milli annars vegar bókmenntasögu og bók- menntafræði sem eru kallaðar „hjálpargreinar bókmennta“ og hins vegar bókmenntanna sjálfra. Einnig er talað um nauðsyn þess að „stilla vélrænni bókmenntagreiningu í hóf“ og látið að því liggja að öll bókmenntafræði beinist að einhvers konar bókmenntagreiningu sem sé vélræn. Hér gætir nokkurrar vantrúar á bókmenntafræði og bókmenntasögu og vissulega má finna dæmi um önnur sjónarmið í umræðum um bókmenntakennslu. Í eftirmála við bókmenntasögu fyrir framhaldsskóla sem gefin er út 2010 segir Dagný Kristjánsdóttir: Bókmenntir verða ekki til í tómarúmi. Allir höfundar eru börn síns tíma og á einn eða annan hátt skilyrtir af honum. Hvað á að taka mikið af sögulegum og samtíma- legum upplýsingum inn í bókmenntasöguna og hvernig á að gera það? … Hvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.