Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 71
L í f i ð o g d a u ð i n n TMM 2016 · 4 71 almenningi og fyrir unglinga getur það orðið manndómsvígsla að horfast í augu við dauðann, ekki síður en kynlífið. Fjölmargar unglingabækur taka dauðann upp sem þema og aðalpersónan horfist þar gjarnan í augu við að úr því að nánustu ættingjar geta dáið getur maður það sjálfur líka. Hug- myndin um þroskasöguna gerir ráð fyrir línulaga lífi og þeirri líflínu lýkur með dauða.11 Dauðinn í barna- og unglingabókum tengist oft þeirri uppgötvun að aðal- persónan muni glata tengslum sínum við foreldra eða aðra ástvini. Sagan af dauðanum verður því oft sagan af því hvernig einhver varð fullorðinn, sagði skilið við bernskuna og steig inn í heim fullorðinna. Hér væri hægt að draga fram mikinn aragrúa dæma, bæði um það hvernig frásögnin af dauðanum kynnir okkur fyrir hugmyndinni um dauðleika okkar allra og skammlífi eða hverfulleika – en einnig hið gagnstæða eða hvernig frásögnin getur lyft sér yfir hið endanlega eins og Pétur Pan, afneitað dauðanum og boðað eilíft líf í annarri og óáþreifanlegri veröld. Unglingabókin Draugaslóð sækir, rétt eins og Drauga-Dísa, í sagnasjóð þjóðarinnar, bæði í frásögnum, frásagnaraðferð og viðhorfi til dauðans. Hún gerist að miklu leyti á fjallveginum Kili sem reimleikar hafa oft verið tengdir við og þjóðsögur þaðan eru ofnar inn í frásögn Kristínar Helgu. Þar gerast einnig nýjar sögur sem tengjast þeim gömlu efnislega og jafnframt stígur nútímasagan yfir mörk hins raunsæislega, aðalpersónan fær vitranir í draumi og skilaboð úr heimi látinna, raunveruleiki og fantasía renna saman og dauðinn verður að eins konar kaflaskilum í sögu en ekki endir alls sem er og lifendur og dauðir tengjast á ýmsa vegu. Sögurnar úr nútímanum þræða líka slóðir drauganna vegna þess að þó að hver nútímamanneskja sé sérstök er líf hennar að einhverju leyti líka endurtekning á lífi sem lifað hefur verið. Í grein eftir Lesley D. Clement, sem jafnframt er formáli að greinasafni um dauðann í barnabókmenntum,12 er sagt frá þeim sið í Guatemala-þorpunum Sumpango og Santiago Sacatepéquez að fljúga flugdrekum á heiðursdegi dauðra 1. nóvember. Unnið er að flugdrekagerðinni frá því í seinni hluta september, bæði heima og í skólum og flugdrekarnir fara á loft kl. 4.00, hinum látnu til heiðurs. Grafir eru snyrtar og skreyttar blómum, beðið fyrir sálum og borðað saman og „… rifjaðar upp minningar og sagðar sögur af fólki sem hvílir í gröfum sínum en andar þess eiga greiða leið gegnum marg- víslegar smugur á landamærum lífs og dauða.“13 Andlegur Maya-leiðtogi hefur lýst þessum sið þannig að strengurinn í flugdrekanum tákni líf á flugi til himins og tengi jafnframt hjarta jarðarinnar og himinsins. Sagan Draugaslóð hefst í litlu og fátæklegu húsi hjá Elliðavatni. Þar býr Eyvindur, 13 ára gamall, með ömmu sinni Hildiríði. Hún gerir við bíla og málar myndir af vatninu sem hún sýnir og selur stundum – eða gefur. Þóra, móðir Eyvindar, hefur farið til Ítalíu að læra að mála kirkjuloft, faðir hans er undurfagur Ítali sem kom með skipi til Íslands, hitti Þóru móður Eyvindar og hvarf svo. Afi Eyvindar og nafni varð úti á fjöllum í stórhríð og kulda en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.