Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 116
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 116 TMM 2016 · 4 Hún er búin til úr tölum, þetta er talnahringekja, það er fullyrt að „þú leysir þær ekki upp / með gleymskunni“. Hæðst er að þeirri alþýðuspeki að tíminn lækni öll sár, tíminn sem líður og færir áföll og reynslu, hann er greinilega í aðalhlutverki fyrir utan tölurnar, sem eru dagsetningar. Nýlega höfum við séð svona tölur verða til á allra vörum: nine, eleven, 11. septem- ber, svo dæmi sé tekið, án þess að í þessu ljóði sé verið að tala eingöngu um katastrófur. Nú, rauðir og svartir dagar, hvað er það? Það er vissulega helgi og hversdagur, eilíf skipting tímans í þessi tvö svið og það er almanakið sem inniheldur allan tímann, bæði svið hans, árið. Til þess að staðbinda þetta er almanakið með mynd af kaupfélaginu; það eitt tengir þessa abstraktsjón alla, sumsé tíminn er abstrakt, en hann er samt konkret, tengir hana veruleika sem hægt er að staðsetja og tímasetja: þorp eða sveit (kaupfélagið) á tímum þegar kaupfélag var allur veruleikinn, semsé um miðbik aldarinnar. Hvað varðar túlkunina í lok spurningarinnar þá finnst mér hún vera niðurstaða í formi resumé, sem mér finnst alltaf varhugavert að gera; það endar oft í einhvers konar niðurstöðu sem er í stíl við almenna málshátta- speki, eitt sinn skal hver deyja o.s.frv., eitthvað sem mér finnst yfirleitt vera ofnotaðar klisjur og ljóðlistin hefur m.a. að hlutverki að snúast gegn. Svo ef resumé ljóðs endar í þannig yrðingu, þá er það túlkun sem ekki segir neitt nema hið almenna; ljóð er yrðing sem reynir og á að vera einstök. Ljóð verða ekki résúmeruð. „Ljóð er …“ Ljóð verða ekki résúmeruð segirðu. Þá geri ég ráð fyrir að þú sért sam- mála orðum Þorsteins Þorsteinssonar sem segir á einum stað í bók sinni Ljóðhús – Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar: „Það er eitt einkenni góðra ljóða, ekki síst nútímaljóða, að efni þeirra verður ekki endursagt almennum orðum. Það er, eins og sagt hefur verið, ekki hægt að eima burt inntakið og draga það saman í stutta klausu […] Annað einkenni góðs ljóðs, og þessu skylt, er að það orkar á okkur áður en við skiljum það fylli- lega, jafnvel áður en byrjum að skilja það.“20 Algjörlega. Þetta er mjög mikilvægur þanki, semsagt sú staðreynd að það er ekki hægt að resúmera ljóð. Hún skiptir miklu máli til dæmis í kynningu á ljóðabókum, bæði opin- berum, t.d. í auglýsingum, og líka á milli manna. Það er einfaldlega ekki hægt að svara spurningunni: „Um hvað fjallar þessi ljóðabók“ á vitrænan hátt. Útdráttur, resumé, um skáldsögu getur sagt talsvert um hana en slíkur útdráttur er ekki mögulegur þegar um ljóðabók er að ræða. Það kemur til af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi er ljóð samþjöppun, útdráttur, resumé, eimun. Ef þú spyrðir mig beint út: „Hvað er ljóð?“ þá myndi ég svara að bragði: „Ljóðtexti er texti sem ekki verður resúmeraður. Það er ekki hægt að umorða ljóð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.