Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 115
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 115 útlendingur alls staðar, að hálfu leyti öllu heldur. Bæði heimamaður og aðkomumaður. Í mínu tilfelli byggir þessi tilfinning á þeim reynslugrunni, að á bernskuslóðum vorum við aðkomufólk, fjölskyldan. Þess utan var faðir minn prestur og við áttum ekki jörðina, ríkið átti hana. Ég var ákaflega upptekinn af þessu á tímabili sem barn, ég hreinlega skildi það ekki, að allir krakkarnir áttu foreldra sem áttu jörðina, áttu híbýlin, við áttum ekkert. Ekki einu sinni húsið okkar. Og hvað með herbergið mitt? Nei, ég átti það ekki, eitthvað sem kallað var ríkið átti þetta allt saman af því að pabbi var prestur. Ég var um skeið mjög angistarfullur yfir þessu, við vorum aðkomu- fólk, ekki Þingeyingar, og það sem verra var, við vorum allt að því aðkomu- fólk á jörðinni, áttum ekkert naglfast. Nú, svo fer ég til Reykjavíkur í landspróf og er svo áfram í MR, fjögur ár til viðbótar. Þar er ég lesinn sem utanbæjarmaður, Þingeyingur. Enn á ný er ég utanaðkomandi, að hluta til að minnsta kosti. Svo fer ég til Frakklands, þá er ég útlendingur, utanaðkomandi. Áfram heldur hringekjan þegar ég kem svo aftur heim til Íslands frá Frakklandi, þá er ég kominn með gestsaugu, er bæði Frakki og Íslendingur, horfi á Ísland utanfrá og líka innan frá. Þannig að þessi reynsla hefur trúlega mótað þessa tilfinningu fyrir framandleika, hún er eins og ég sagði, sífellt algengari reynsla sístækkandi hluta jarðarbúa. En þess utan er eitthvað í tilvist mannsins á jörðinni sem tengist háspeki- legri vitund um að hann sé bæði barn þessarar jarðar og eigi sér líka önnur heimkynni, eigi einhverja aðra veröld, ég veit ekki hvernig ég á að koma því til skila. Lífið er skrýtið að því leyti að því er ætlað að ljúka. Það er bæði nærtækt en jafnframt losnum við aldrei við endanleikann, því lýkur. Þarna erum við enn komin að Albert vini mínum Camus, sem manna best hefur fílósóferað um þessa undarlegu staðreynd sem blasir við manninum ef hann horfir alveg heiðarlega á mannlegt hlutskipti. Kastar frá sér öllum hækjum og hjálpar- meðulum og horfir á hlutskipti sitt eins og það liggur fyrir. Mig langar að forvitnast um enn eitt ljóðið áður en ég sný mér að öðru en það er ljóðið „Dagsetningafræði“ úr Ljóð vega gerð. Þar er fjallað um almanak sem vel má rífa í tætlur með sínum rauðu dögum og svörtu ásamt myndinni af kaupfélaginu. En dagarnir verða ekki afnumdir, tölurnar standa. Í lok ljóðsins segir: „Rífðu dagatalið meinleysislegt/ef þig langar til og myndina/af kaupfélaginu og rauða/og svarta daga/en láttu þig ekki dreyma um/að stökkva/úr hringekjunni/á ferð.“19 Ég kýs m.a. að túlka þetta sem áskorun til mannsins um að lifa lífinu hvað sem yfir dynur … Tilvitnaður passus er lokakaflinn í ljóði þar sem ýmislegt hefur gengið á; hringekjan til dæmis, hver er hún, úr hverju er hún búin til, hvernig gerðist það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.